KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Lopez leikur fatafellu og sýnir stæltan líkamann fyrir nýja hlutverkið

Jennifer Lopez er að verða fimmtug í sumar, en hún lítur betur út en nokkru sinni fyrr. Hún hefur landað hlutverki í nýrri mynd sem heitir Hustlers og þar mun hún leika fatafelluna Ramonu. Póstaði hún mynd á Instagram í bleiku bikiníi og með sólgleraugu og sagði: „Ég er hustler baby…ég vil bara þið vitið það. #Ramona on fire…á setti og í karakter.”

Auglýsing

Eins og margir vita trúlofaði hún sig nýlega Alex Rodriguez, en Jose Canseco reyndi að eyðileggja fyrir þeim daginn með því að kalla hann framhjáhaldara. Parið nýtrúlofaða hefur ekki tjáð sig um það mál.

Samkvæmt Variety, er kvikmyndin Hustlers aðlögun af grein sem birtist árið 2016 í New York Magazine. Fjallar hún um hóp fyrrum strippara sem sameinast og reyna að koma auðugum Wall Street viðskiptavinum þeirra í klandur. Jlo leikur foringja klúbbsins.

Auglýsing

Handritshöfundurinn og leikstjórinn Lorene Scarfaria segir: „Það er enginn annar leikari sem gæti tekið að sér þennan hráa og kraftmikla karakter með slægð, mannúð og gáfum. Það hefur alltaf verið hún. Hún er f******* Jennifer Lopez.”

Fleiri flottar leikkonur verða í myndinni s.s. Julia Stiles, Lili Reinhart, Keke Palmer og Óskarsverðlaunaleikkonan Mercedes Ruehl.

Cardi B kemur einnig fram í myndinni en hún og Jen unnu saman að laginu Dinero. Er þetta í fyrsta sinn sem hún kemur fram í kvikmynd.

Tökur hófust þann 22. mars síðastliðinn í New York. Spennandi!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!