KVENNABLAÐIÐ

Daginn eftir trúlofun Jennifer Lopez og Alex Rodriguez er hann sakaður um framhjáhald

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez var afar hamingjusöm í gær þar sem hún tilkynnti trúlofun sína og fyrrum íþróttamannsins, Alex Rodriguez, og skartaði stórum trúlofunarhring.

Auglýsing

Skömmu seinna í gærdag fór fyrrum hafnaboltastjarnan José Canseco á Twitter og sagði Alex halda framhjá Jennifer: „Er að horfa á World of Dance og sjá J.Lo senda Alex Rodriguez sms, lítið veit hún um það að hann er að halda framhjá henni með Jessicu fyrverandi konunni minni, aumingja stelpan hún hefur enga hugmynd um hvernig hann raunverulega er,“ sagði hann og átti við fyrrverandi konuna sína, Jessicu Canseco.

le

Auglýsing

Þrátt fyrir að Alex og J.Lo virðist mjög hamingjusöm á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum segir José hann vera framhjáhaldara:

„Ég var með henni [Jessicu] fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar hann hringdi í hana,“ hélt hann áfram. „Alex Rodriguez, hættu að vera skíthæll og hættu að halda framhjá Jennifer Lopez.“

Margir svöruðu honum og sögðu hann vera að deila falsfréttum og reyna að fá athygli og peninga. Við þá sagði José: „Ég er til í að fara í lygapróf til að sanna það sem ég segi um Alex Rodriguez er 100% rétt.“

Alex hefur ekki svarað þessum ásökunum.

Þeir hafa löngum átt í deilum. Í æviminningum José sem komu út árið 2008 ásakaði hann Alex um að misnota stera. Alex viðurkenndi það nokkrum árum seinna og var m.a. rekinn úr Yankees árið 2014 fyrir steranotkun. Hann hætti svo alveg árið 2016.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!