KVENNABLAÐIÐ

Caitlyn Jenner hélt risastórt afmælispartý fyrir kærustuna um helgina

Caitlyn Jenner (69) er mjög ástfangin af Sophiu Hutchins sem hélt upp á 22 ára afmæli sitt um helgina. Sýndi hún ást sína á henni með afar glæsilegri veislu sem fram fór í Malibu, á heimili Caitlyn.

Auglýsing

Cait póstaði stolt mynd af afmælisbarninu og köku í húsinu þeirra sem metið er á tæpa 4 milljón dollara.


View this post on Instagram

Happy Birthday to my little Sophia! It was a great night last night. So few candles 🎂

A post shared by Caitlyn Jenner (@caitlynjenner) on

Caitlyn hefur nú nýlega komist aftur í samband við Kardashian fjölskylduna eftir áralanga misklíð, en hún gaf út æviminningar þar sem hún fór ekki mjúkum höndum um hana.

Auglýsing

Sophia leit afskaplega vel út í afmælinu og virtist mjög hamingjusöm, en hún á afmæli á mánudag. Hún var í silfurgráum kjól sem sýndi vel fallegar línur hennar.

Margir trans-vinir þeirra mættu í veisluna og var mikið um dýrðir!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!