KVENNABLAÐIÐ

21 árs kona myrt eftir að hafa haldið að hún væri að taka Uber

Hin 21 árs Samantha Josephson var myrt eftir að hún hringdi á leigubílaþjónustuna Uber og hélt að bílstjórinn væri kominn að sækja sig.

Samantha hafði orðið viðskila við herbergisfélaga sinn þegar þau fóru að skemmta sér á föstudagskvöldið í Columbiu, Suður-Karólínuríki, segir lögreglan.

Auglýsing
Samantha þar sem hún beið eftir bílnum
Samantha þar sem hún beið eftir bílnum

Hafði hún hringt á Uber um klukkan tvö aðfaranótt laugardags en sást svo á eftirlitsmyndavél þar sem hún var að fara inn í svartan  Chevy Impala, sem hún hélt að væri Uber bíllinn.

Nathaniel David Rowland (24) hefur verið handtekinn, grunaður um mannrán og morð í tengslum við andlát hennar, segir CNN .

Bíllinn
Bíllinn

Lögreglustjórinn í Columbia W.H. Holbrook segir: „Það sem við vitum núna, er að hún hafði pantað far með Uber og var að bíða eftir honum að koma. Við trúum að hún hafi farið inn í bílinn fyrir mistök og haldið að þetta væri Uber.

Auglýsing

Lík hennar fannst 14 klukkustundum síðar, 144 kílómetrum frá Columbia. Eftir að hafa farið yfir upptökur úr öryggismyndavél var hafin leit að bílnum sem fannst um klukkan þrjú um nóttina, aðfaranótt sunnudags. Bílstjórinn reyndi að flýja vettvangin en náðist fljótt og var handtekinn.

Inni í bílnum fannst sími Samönthu, klór, sótthreinsivökvi og rúðuhreinsir, segir lögreglan.

Ekki hefur dánarosök verið gefin upp.

Hinn grunaði
Hinn grunaði

Josephson fjölskyldan er skiljanlega í öngum sínum: „Hjörtu okkar eru brostin, það er engin leið að lýsa því sem við erum að ganga í gegnum.“

Faðir hennar Seymor póstaði mynd af þeim báðum á Facebook og sagðist vera grátandi þegar hann skrifaði athugasemdina: „Ég mun sakna og elska dóttur mína þar til ég kveð. Samantha er ekki lengur meðal okkar en við munum aldrei gleyma henni. Ég elska hana af öllu hjarta. Ég gæti haldið áfram en ég get það ekki.“

Uber bendir fólki alltaf á að skoða lýsingu á bílnum, bílnúmeri og bílstjóra áður en sest er inn í bíl á þeirra vegum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!