KVENNABLAÐIÐ

Bjóða fólki og fjölskyldum að gista frítt hjá sér í kjölfar gjaldþrots WOW AIR

Þetta er fallegt: Lava Village – Hraunborgir í Grímsnesi bjóða fólki og fjölskyldum að gista frítt hjá sér í viku þar sem verið er að greiða úr vandræðum vegna gjaldþrots WOW AIR. Þau sendu frá sér yfirlýsingu rétt í þessu og hér að neðan má sjá tilkynninguna bæði á íslensku og ensku:

ÁRÍÐANDI YFIRlÝSING FRÁ HRAUNBORGUM – LAVA VILLAGE

Í ljósi þeirra sorgarfregna um rekstrarstöðvun WOW AIR og frétta um það að hótel og flugfélög séu að hækka verð í kjölfarið, langar okkur í Hraunborgum – Lava Village að koma til móts við þann fjölda fólks og fjölskyldna sem föst eru hér á landi og bjóða þeim fría gistingu hjá okkur næstu viku á meðan þau greiða úr sínum málum til að komast til síns heima. Við vonumst til þess að með þessu náum við að sýna ferðamönnum að við Íslendingar berum virðingu fyrir áhuga þeirra á Íslandi og komu þeirra hingað og notum ekki svona harmleik til þess að græða á þeim, heldur viljum koma á móts við það fjárhagstjón sem þetta getur valdið þeim.

Höldumst öll í hendur og hjálpumst að á svona tímum. Við erum lítið ferðaþjónustufyrirtæki og getum því miður ekki tekið á móti öllum þó viljinn sé fyrir hendi svo við skorum í leiðinni á bílaleigur og gististaði á Íslandi að gera slíkt hið sama. Margt smátt getur heilmiklu breytt.
Með þessum orðum langar okkur einnig að þakka WOW AIR og starfsfólki fyrir vel unnin störf og aðdáunarverða samheldni í því að reyna að bjarga rekstri sínum á þessum erfiðu tímum.

Með vinsemd,

Starsfólk og eigendur Hraunborga – Lava Village

Til að bóka gistingu er best að senda okkur póst með afriti af flugmiða á www.lavavillage.is eða á lavavillage@lavavillage.is

IMPORTANT DECLARATION FROM HRAUNBORGIR – LAVA VILLAGE

Considering news from our dear Icelandic airline WOW AIR and the fact that hotels and airlines are subsequently raising prices, we in Lava Village want to respond to the number of people and families stuck in Iceland by offering them free accommodation in our Lava Village next week while they wait to get home. By this we hope to be an example for other Icelandic companies such as accommodations and car rentals and also we want to show travelers we respect their interest in our country and hope they will continue visiting us.

We would also like to thank WOW air and its staff for their professional work and admirable cohesion in trying to save their business in these difficult times.

With kindness,

Staff and owners of Hraunborgir – Lava Village

To book accommodation, it is best to send us a copy of the airline ticket at www.lavavillage.is or lavavillage@lavavillage.is

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!