KVENNABLAÐIÐ

Wayne Rooney sást í hótellyftu með óþekktri konu eftir „sjö tíma drykkjutúr“

Fótboltamaðurinn Wayne Rooney, sem ekki hefur verið við eina fjölina felldur í kvennamálum, sást fara inn í hótellyftu með konu sem ekki var eiginkona hans í Kananda um helgina. Wayne, sem spilar nú fyrir DC United, var myndaður með dökkhærðu konunni á hóteli í kanadísku borginni Vancouver.

Auglýsing

Voru myndirnar teknar um 5:30 aðfaranótt sunnudagsins 25. ágúst eftir heljarmikið drykkjukvöld með félögum hans. Rooney fór á tvo klúbba ásamt því að fara í heimsókn heim til vinar síns þar sem hann fór í heitan pott.

Hyatt Regency
Hyatt Regency

Í lok nætur sást Rooney aftur á hótelinu sem hann gisti á, Hyatt Regency, þar sem hann var með vini sínum og konunni. Sjónarvottur sagði: „Wayne skellihló með konunni sem var aðlaðandi og var tattooveruð á höndum. Þau hengu um stund og fóru svo í lyftuna saman.“

Auglýsing
Wanye og Coleen hafa verið gift síðan 2008
Wanye og Coleen hafa verið gift síðan 2008

Coleen, eiginkona Wayne, var heima í Bretlandi ásamt fjórum sonum þeirra á meðan hann var í Kanada. Var hún í heimsóknum til fjölskyldumeðlima, en þau hafa ákveðið að flytja til Bandaríkjanna. Wayne ætlar að verða þjálfari og bíða með endurkomu í enska boltann.

roo3

Wayne, sem spilaði áður fyrir Manchester United, hefur alltaf sagst ætla að spila „þar til hann geti það ekki lengur.“ Hann segir: „Í fyrsta lagi er ég leikmaður. Ég hef ýmsa kosti sem ég kem með til liðsins. Þetta er fótbolti – það sem ég hef gert allt mitt líf og það sem ég elska. Þar til líkaminn segir að ég geti það ekki lengur, þá held ég áfram.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!