KVENNABLAÐIÐ

Kate Middleton svarar spurningu þess efnis hvort fjórða barnið sé á leiðinni

Kate Middleton hefur gefið torræð skilaboð við spurningu sem hún fær mjög reglulega – er von á fjórða konunglega barninu?

Auglýsing

Yngsti sonur hertogaynjunnar, Louis prins, er ekki orðinn eins árs en aðdáendur fjölskyldunnar eru alltaf spenntir að vita hvort í sjónmáli sé lítill bróðir eða systir til að stækka systkinahópinn með honum, George og Charlotte.

Á St Patreks daginn í Ballymena á Norður-Írlandi var blaðamaður Daily Express sem hrópaði í áttina til hennar: „Númer fjögur?“

Auglýsing

Kate svaraði: „Ég held að William myndi vera dálítið áhyggjufullur!“ (e. „I think William would be little worried!”)

fjó 1

Hún gaf enga frekari útskýringu á hvað hún var að meina…en kannski er bara yfirdrifið nóg að hafa þrjú lítil kríli einmitt þessa stundina.

Hún sagði einnig við áhorfanda sem var með fimm mánaða gamlan son sinn þar, að hún væri „eggsjúk“ (e. „broody“) sem gaf líka til kynna að hún væri allavega ekki hætt barneignum.

Þar með fóru veðbankar af stað um allt land til að veðja á fjórða barnið.

Á öðru barni er hinsvegar von í næsta mánuði, eins og flestir vita, en búist er við að barn Meghan og Harry fæðist í lok apríl. Þau munu flytja í Frogmore Cottage í Windsor í næsta mánuði, en seinkun var á verkinu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!