KVENNABLAÐIÐ

Kylie Jenner gefur Travis Scott eitt tækifæri í viðbót með stífum skilyrðum

Eftir (enn einn) framhjáhaldsskandalinn hefur Kylie ákveðið að gefa barnsföður sínum Travis einn séns í viðbót…en ef hann bregst mun hún vísa honum á dyr.

Auglýsing

Kylie (21) hefur gefið Travis (26) lista til að fara eftir og það er ekkert smáræði sem hann þarf að fylgja: „Hann þarf að gefa henni öll lykilorðin á raftækjunum sínum, meira að segja á iCloud,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Radar.

Hún er einnig mjög stíf á því hvern hann ungengst og hefur sagt að engar „grúppíur“ megi vera baksviðs þegar hann er með tónleika. Hann á að fara í rúmið á miðnætti, tékka á henni og Stormi nokkrum sinnum á dag og þarf að gefa útskýringar á því hvert hann fór og með hverjum.

Auglýsing

„Hún fagnar þessu og fílar að hafa völdin, það kveikir í henni. Hún hefur alltaf „verið í buxunum“ í þessu sambandi, en nú er hún með full yfirráð.“

Kylie fékk sms frá ónafngreindri konu um að hún væri hjákona Travis. Hún hafði enga sönnun, en Khloe var nýbúin að ganga í gegnum þvílíkan hrylling að Kylie bara missti það.

Travis sagðist saklaus, en hætti við tónleika og eyddi Instagramreikningi sínum. Hann hefur svo opinberlega tjáð henni ást sína.