KVENNABLAÐIÐ

Sálfræðingur skipaður til að meta andlegt ástand tvíbura Lisu Marie Presley

Í biturri skilnaðardeilu dóttur Elvis Presley við Michael Lockwood hefur sálfræðingur verið skipaður til að meta tvíburadætur hennar, þær Finley og Harper, en þær eru 10 ára gamlar.

Lisa Marie var að reyna að fá fullt forræði yfir þeim og hefur barist við Michael varðandi þetta fyrir dómsstólum.

Auglýsing

Sálfræðingurinn Mary Elizabeth Lund var skipuð af dómnum til að meta stúlkurnar. Mun hún fylgjast með þeim, taka viðtöl við þá sem eyða hvað mestum tíma með stúlkunum, s.s. kennara og foreldra. Mun hún svo leggja mat sitt fyrir dóminn.

Auglýsing

Vinir Lisu Marie hafa haft af henni miklar áhyggjur en hún tekur „túra” þar sem hún er ölvuð og dópuð í nokkra daga í einu. Þeir óttast að hún muni „deyja eins og Elvis” eftir að ljósmyndir birtust af herbergi þar sem hún dvaldist í neyslu.

Lisa átti til að vera þar inni, horfa á margar klukkustundir af sínum fyrrverandi, Michael Jackson og pabba sínum Elvis á tónleikum. Svo hló hún eða grét.

„Það er bara kraftaverk að Lisa Marie sé enn á lífi,” segir ein vinkona um neyslu Lisu, en hún er háð kókaíni, lyfseðilsskyldum lyfjum og áfengi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!