KVENNABLAÐIÐ

Tveir drengir, sjö og átta ára, játuðu að hafa myrt þriggja ára dreng

Tveir drengir hafa gengist við því að pynta og myrða þriggja ára dreng á skelfilegan hátt. Lífvana líkami drengsins fannst á ruslahaug þann 10. mars síðastliðinn. Þetta átti sér stað í Gueteng, Suður-Afríku, kílómetra frá heimili drengsins.

Tveir sjö og átta ára drengir hafa játað að binda barnið með reipi og berja hann svo með grjóti. Þeir segjast einnig hafa hent honum af brún landfyllingarinnar á haugnum. Þeir sögðust hafa ýtt honum niður brekkuna. Þegar þeir fóru svo niður sáu þeir að hann hafði skurð á höfði.

Auglýsing

Þeir segjast báðir hafa reynt að „vekja hann“ en hann hreyfði sig ekki, samkvæmt Daily Mail.

Hafin var leit að drengnum eftir að hann kom ekki heim í kvöldmat. Fannst hann daginn eftir.

Samkvæmt föður drengsins voru sárin og blóðið enn „fersk,“ en hann rauk af stað þegar hann heyrði að lík hefði fundist á haugnum: „Ég bara flýtti mér þangað. Ýmislegt var í gangi í höfði mér. Ég hafði vonað að ekki væri um hann að ræða, en því miður var það svo.“

Auglýsing
Þarna fannst litli drengurinn
Þarna fannst litli drengurinn

Faðirinn er ekki sannfærður um að drengirnir hafi verið að verki, eða hafi verið einir að verki. Hann telur að þriðji aðili komi þarna við sögu einhversstaðar, því hann telur að drengirnir hafi ekki geta flutt líkið.

Sagði hann við Times Live : „Ég get skilið það að krakkarnir hafi verið úti að leika og eitthvað hafi farið úrskeiðis, en dáin manneskja er mjög þung. Það er engin leið að þeir hafi náð að bera hann og setja hann í poka. Það er einhver fullorðinn viðriðinn málið.“

 

Faðirinn getur ekki ímyndað sér hver gæti viljað þeim eitthvað svo illt: „Fullt af fólki þekkir mig ekki í þessu hverfi. Jafnvel hafi ég gert eitthvað á einhvers hlut, af hverju þurftu þeir að myrða son minn en ekki mig?“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!