KVENNABLAÐIÐ

Paris Jackson fékk að horfa á „Leaving Neverland“ áður en myndin kom út og veit ekki hverju hún trúir lengur

Dóttir Michael Jacksons, Paris Jackson, er á báðum áttum þessa dagana, en HBO sýnir nú Leaving Neverland — heimildarmynd sem fjallar um meint barnaníð föður hennar á tveimur drengjum.
Auglýsing
Þrátt fyrir að Paris hafi haft hörð orð í garð Wade Robson og James Safechuck á sínum tíma, segir vinur hennar í nafnlausu viðtali að hún viti hreinlega ekki hverju hún eigi að trúa lengur.
„Hún myndi frekar segja að sólin kæmi ekki upp heldur en að segja að mennirnir séu að segja satt og pabbi hennar sé saklaus. En í hreinskilni sagt, allir sem virkilega þekkja hana og ástandið vita að hún er alveg jafn ringluð og fjölskyldan“
Auglýsing
Paris fór í meðferð og er nú búin að vera edrú í mánuð. Margir hafa þó áhyggjur af edrúmennsku hennar þessa dagana vegna sýningu myndarinnar.
„Af öllum systkinunum er Paris sú eina sem man eftir því sem var í gangi á þessum tíma, hvort sem hún játar það eður ei. Hún man eftir pabba sínum og hún man eftir þessum strákum sem voru í kringum hann. Hún er búin að sjá heimildamyndina og veit ekkert hverju hún á að trúa lengur. Hún sagði systkinum sínum að horfa ekki á myndina og hefur beðið þau um það.“
Paris gat þó ekki beðið og fékk að horfa á myndina áður en hún kom út: „Hún gat ekki forðast það. Hún horfði á myndina áður en hún fór í meðferð því hún heimtaði að fá að sjá hana áður en allir aðrir gerðu það.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!