KVENNABLAÐIÐ

Börn Luke Perry erfa allt eftir hann

Margir eru slegnir vegna ótímabærs andláts leikarans dáða, Luke Perry. Hann var þó fyrir allnokkru búinn að skrifa erfðaskrá, því hann fékk ristilkrabba árið 2015 og upplifði þá að hann þyrfti að gera ráðstafanir.
Börn Luke, Sophie (18) og Jack Perry (21) munu því erfa allt eftir hann.
Auglýsing
Jack, sonur Lukes er atvinnuglímukappi sem gengur undir nafninu „Jungle Boy Nate Coy.” Luke var mikill stuðningsmaður hans og sást oft á keppnunum hans.
Þrátt fyrir að Sophie sé frekar feimin og alls ekki hrifin af sviðsljósinu má þó sjá eina mynd af henni og pabba á Instagram þar hann kyssir hana á kinnina fyrir útskriftarball.
Auglýsing

„Luke elskaði börnin sín meira en lífið sjálft,“ segir vinur Lukes í viðtali við Radar.

Hann gat varla tjáð sig fyrir sorg þegar spurt var um jarðarförina: „Hvað hana varðar er allt of snemmt að segja nokkuð. Allir eru í svo miku áfalli núna að þeir eru að reyna að halda sér í einhverju tilfinningalegu jafnvægi. Akkúrat núna er ekkert ákveðið.“

Luke kvaddi á spítala umvafinn ástvinum – börnunum tveimur, unnustunni Wendy Madison Bauer, fyrrverandi konu sinni Minnie Sharp, móður sinni og stjúpa – Ann Bennett og Steve Bennet, og systkinum sínum, Tom Perry og Amy Coder.