KVENNABLAÐIÐ

Luke Perry og Shannen Doherty – samband þeirra á skjánum og utan þess

Mánudaginn 4. mars voru margir aðdáendur slegnir vegna andláts Luke Perry, en hann fékk heilablæðingu á heimili sínu Sherman Oaks, Kalirforníuríki, þann 27. febrúar. Nokkrum dögum síðar var hann allur.

Luke var að sjálfsögðu þekktastur fyrir að hafa leikið í hinum geysivinsælu Beverly Hills 90210, sem áttu sér stað á 10. áratugnum. Hann lék svo í öðrum táningaseríum en þá sem faðir, í Riverdale. Luke lék í Beverly Hills 90210 Dylan McKay, sem var svona „bad boy“ í seríunum. Samband hans og Brendu Walsh (Shannen Doherty) var eitthvað sem fólk vildi fylgjast með.

Persónur Dylans og Brendu fóru að hittast í annarri þáttaröð og urðu fljótt uppáhald margra, þökk sé neistans á milli þeirra. Þau voru andstæðar týpur – döðruðu og þeir sem fylgdust með þáttunum muna eftir því þegar Brenda litaði hárið á sér ljóst, því hún hélt að það væri eitthvað sem Dylan fílaði…auðvitað fór það á versta veg, en á endanum urðu þau par.

Sambandið varð stormasamt, þegar Brenda hjálpaði Dylan að eiga við áfengisfíkn sína og í annað skipti höfðu þau hætt saman því hún hélt hún væri ólétt. Sambandið minnti svo á Rómeó og Júlíu þegar foreldrar Brendu vildu ekkert með Dylan hafa.

Auðvitað hættu þau og byrjuðu oft saman. Frægur varð ástarþríhyrningurinn milli Dylan, Brendu og Kelly (besta vinkona Brendu, leikin af Jenny Garth) og í lok þáttanna enduðu Dylan og Brenda í raun ekki saman og Shannon hætti að leika í þáttunum árið 1994. Eftir 10 þáttaraðir endaði Dylan loks með Kelly, en það var rétt áður en framleiðslu þáttanna var hætt árið 2000.

Þegar Shannon hætti í Beverly Hills, 90210 var það mikið hneykslismál. Sagt var að hún væri „díva og frekja“ sem kæmi ekki saman við neinn og sagt var að hún hefði slegist við Jenny (Kelly). Í dag segir Shannon að hún sjái ekki eftir neinu: „Ég fann frið og ró og uppgötvaði hver ég var. Ekki manneskjan sem blöðin vildu ég væri því ég átti í smá vanda, ég var í sviðsljósinu og höndlaði það illa.“

 

Þótt undarlegt megi virðast áttu bæði Shannon og Luke við heilsufarsvanda að stríða og kom hann í ljós hjá báðum árið 2015. Luke fékk æxli í ristilinn og sama ár fékk Shannon brjóstakrabba.

Luke sló ekki slöku við og dásamaði Shannon á opinberum vettvangi. Hann varði hana og sagði að hún hefði kennt sér mjög margt. Hún hefði verið algerlega frábær og honum þætti mjög vænt um hana. Luke dáðist einnig að því hvernig Shannon átti við krabbameinið og sagði: „Hún er hugrökk, hún berst. Hún er í hjarta mínu og ég hugsa til hennar. Hún hefur nýtt tækifærið til að auka vitund og að láta alla vita að brjóstakrabbi er enn vandi. Ég sendi henni alla mína ást.“

Shannon deildi mynd af þeim saman á Insta, þegar kom í ljós að Luke hefði fengið heilablæðingu: „Vinur minn, ég held þér fast og gef þér styrk. Þú ert með þetta.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!