KVENNABLAÐIÐ

Kylie Jenner segist hafa „sönnunargögn“ um að Travis Scott hafi haldið framhjá henni

Eins og Kardashian-Jenner fjölskyldan hafi ekki um nóg að hugsa þessa dagana í ljósi framhjáhalds Tristans, barnsföður Khloe, með Jordyn, fyrrum bestu vinkonu Kyliear er nú annar skandall í uppsiglingu. Kylie hefur ásakað barnföður sinn um framhjáhald og segist hafa sannanir.

Auglýsing

Travis tvítaði á þriðjudag að hann myndi aflýsa tónleikum í Buffalo, New York, vegna veikinda. Flaug hann frá New York til Los Angeles á miðvikudeginum til að koma Kylie og Stormi á óvart. Þá er Kylie sögð hafa uppgötvað „sönnunargögn“ þess efnis að hann hefði haldið framhjá. Þau rifust mjög fram á fimmtudag og er Travis enn í L.A. til að „eiga við málið.“ Óvíst er um hvaða sönnunargögn ræðir, en TMZ greindi fyrst frá málinu.

Auglýsing

Talsmenn Travis þvertaka fyrir að hann hafi haldið framhjá henni. Einnig sögðu þeir að ekkert rifrildi hefði átt sér stað.

Kylie hefur ekki svarað neinu um sögusagnirnar.

Þetta hafa verið erfiðar vikur hjá Kylie, aðallega vegna Jordyn og Khloe. Er ekki komið nóg af drama í þessari fjölskyldu?

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!