KVENNABLAÐIÐ

Kardashian fjölskyldan „brjáluð“ þar sem Jordyn Woods kemur fram í spjallþætti á föstudaginn næsta

Fyrrum besta vinkona Kylie Jenner, Jordyn Woods, mun koma fram í þætti Jada Pinkett Smith, Red Table Talk, en eins og kunnugt er svaf Jordyn hjá Tristan Thompson, barnsföður Khloe Kardashian. Er búist við að Jordyn opni sig um skandalinn en þátturinn verður sýndur á föstudag.

Auglýsing

Mikil ólga ríkir innan Kardashian klansins, eins og gefur að skilja. Fréttamiðlarnir TMZ, The Blast og People hafa allir sagt að Jordyn hafi skrifað undir „brynvarðan“ samning sem bannar henni að tala nokkurn tíma um fjölskylduna. Þannig: Allt sem hún talar um í þessum þætti verður áhugavert þar sem hún gæti fengið á sig lögsókn.

Auglýsing

Jordyn hefur verið hluti af þáttunum Keeping Up With the Kardashians í nokkur ár. Í samningum segir að hún megi aldrei tala um Kris, Kim, Kourtney, Khloé eða Kylie opinberlega eða uppljóstra um innanbúðarmál. Ef hún geri það þurfi hún að hafa samþykki fjölskyldunnar. Brjóti hún þennan samning mun reikningurinn vera um milljón dalir, er giskað á.

Ekkert hefur lekið út um efni þáttarins, það sem Jordyn sagði við Jada. Einn heimildarmaður segir þó við TMZ að hún hafi ekki talað illa um Kardashian fjölskylduna, heldur vill laga sambandið milli Jordyn og Khloe.

Jordyn hefur reynt að biðjast afsökunar en enginn í fjölskyldunni vill tala við hana: „Þau eru reið. Þau eru 100% búin með hana.“

Tristan hefur reynt að bæta ráð sitt, „lækað“ myndir af Khloe og segir við hana að hann hafi vanvirt hana. Hann vill þó halda sambandinu áfram og fjölskyldumeðlimir eru hræddir um að viðtalið við Jordyn, þ.e.a.s. ef hún talar illa um Tristan verði það til að ýta Khloe í átt að taka við honum aftur.

ET segir að viðtalið muni sennilega skera úr um hvort Kylie tali nokkurn tíma við Jordyn aftur: „Ef Jordyn höndlar þetta ekki rétt er engin von fyrir hana um að laga sambandið við Kylie.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!