KVENNABLAÐIÐ

Jamie Foxx segist vera einhleypur!

Eru leikaraparið Jamie Foxx og Katie Holmes skilin eftir að hafa haldið sambandinu leyndu í mörg ár? Jamie (51) var að skemmta á árlegri skemmtun Entertainment Studios Oscar Gala Supporting Children’s Hospital in Los Angeles þann 24. febrúar þegar hann sagði við hópinn: „Ég er einhleypur.“

Auglýsing

Sjónarvottur sagði: „Jamie var á sviðinu að skemmta þegar hópur kvenna stóð upp og fór á svið með honum.“ Jamie hafði verið að flytja „Gold Digger“ og „Blame It (On The Alcohol)” áður en hann sagði þetta.

Auglýsing

Var hann að tala um gift fólk og einhleypt fólk: „Hann sagði þetta mjög kæruleysislega,“ hélt sjónarvotturinn áfram. Til að bæta olíu á eldinn sást Jamie gera sér dælt við meðleikkonu sína Natasha Blasick um síðustu helgi.

Í desember var sagt frá því að Katie og Jamie ætluðu að „hreinsa loftið“ varðandi Tom Cruise, hennar fyrrverandi, áður en þau tilkynntu um trúlofun sína. Er sagt að þau hafi verið að hittast frá árinu 2013 en máttu ekki sjást opinberlega saman vegna klausu í skilnaðarsamningi við Tom. Í desember sáust þau á snekkju í Miami og virtust mjög ástfangin.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!