KVENNABLAÐIÐ

Jordyn Woods flutt úr húsi Kylie eftir framhjáhaldið með Tristan Thompson

Kylie Jenner hefur nú vísað „einu og bestu vinkonu sinni“ á dyr eftir að hún svaf hjá Tristan Thompson, barnsföður Khloe systur Kylie. Kylie er í sárum enda voru þær óaðskiljanlegar.

Þrátt fyrir svakaleg svik af hálfu Jordyn er þetta hálfu verra fyrir Kylie þar sem þær bjuggu saman og Kylie leit á Jordyn „sem systur.“

Auglýsing

Vinur stúlknanna segir: „Vinskapur Kylie og Jordyn er annað og meira – hún er líka viðskiptafélagi hennar en hún er með undirlínu hjá Kylie Jenner Cosmetics.”

Kylie gat ekki ímyndað sér að hún myndi vera í þessari stöðu: „Og þegar hún komst að því vissi hún að hún yrði að enda vinskapinn en hún veit ekki hvernig því Jordyn er eiginlega eina vinkona hennar.“

Auglýsing

Þrátt fyrir að Kylie (21) sé í rúst vegna þessa kennir hún samt Tristan (27) um allt og vorkennir Jordyn. Jordyn er sögð hafa grátbeðið Kylie um að henda sér ekki út.

Jordyn og Tristan sáust í heitum faðmlögum í partýi sunnudaginn 17. febrúar síðastliðinn eftir að hafa djammað á klúbbi. Khloe hætti strax með Tristan (loksins!) en Hollywood Unlocked sagði einnig frá því að Jordyn hafi sést yfirgefa hús hans klukkan 7 á mánudagsmorgun.

Sjónarvottur segir: „Tristan og Jordyn sáu ekki sólina fyrir hvort öðru, þau föðmuðust og héldust í hendur. Tristan var að nudda á henni rassinn…það var greinilegt hvað var í gangi. Þetta var súrrealískt, við trúðum ekki eigin augum.“

 

Móðir Jordyn segir að ekkert hafi gerst og Tristan tvítaði: „FAKE NEWS.” Verst að enginn trúir honum lengur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!