KVENNABLAÐIÐ

Varð ófrísk að þríburum eftir fyrsta stefnumót þrátt fyrir að vera á pillunni!

Bresk kona eignaðist þríbura eftir aðeins eitt heitt stefnumót þrátt fyrir að vera á getnaðarvarnarpillunni. Hannah Donaghue (29) hefur víst gefist upp á að vera á pillunni þar sem hún á tvö önnur börn fyrir og þau voru einnig getin þegar þrátt fyrir að hún tæki pilluna reglulega.

Átta árum eftir að hafa skipt um pillu rakst Hannah á gamlan elskhuga í teiti…og eitt leið af öðru, eða kannski þrennt.

Hannah og Ben Fagan (30) höfðu að sjálfsögðu ekki hugmynd um að nóttin myndi bera þennan ávöxt, réttara sagt þrjá! Ben studdi Hönnuh alla meðgönguna og var á spítalanum við hlið hennar þegar þau buðu þrjú kríli velkomin í þennan heim, en þríburarnir voru teknir með keisaraskurði á 32 viku meðgöngunnar í október árið 2018.

Hannah segir: „Ég starði bara á óléttuprufuna. Það voru greinilegar litlar bláar línur. Ég trúði þessu ekki…ég var ólétt enn og aftur. Í þriðja skipti. Í fyrsta sinn sem ég varð ólétt var ég á pillunni og ég gerði bara ráð fyrir að 1% kvenna væru svona óheppnar. Ég var 18 ára og bjó í pínulítilli íbúð með kærastanum mínum og engan veginn tilbúin að stofna fjölskyldu. Þegar Megan kom í heiminn, en hún er núna 10 ára, tók ég hlutverkinu mjög alvarlega. Ég hafði unnið í leikskóla og þetta var mér mjög eðlilegt, en ég var ekki tilbúin að eignast annað.“

Auglýsing

Hannah fór til heimilislæknisins og skiptu um pillu: „Ég tók hana mjög samviskusamlega á sama tíma á hverjum degi. Tveimur mánuðum seinna fór ég að finna kunnuglegt kitl og áttaði mig á að blæðingunum hafði seinkað. Þetta gat ekki gerst aftur – var það?“

Þegar ég sá bláu línurnar á þungunarprófinu féllust mér hendur. Það leið næstum því yfir mig. Ég hafði enga hugmynd um hvernig við ættum að komast af og ég kveið því að segja fólki að þetta hefði gerst AFTUR, þrátt fyrir að vera á pillunni.

Hannah heldur áfram: „Sem betur fer var mamma ótrúlega stuðningsík og hjálpaði mér mikið og ég eignaðist dóttur mína, Charlie, sem er nú átta ára.“

Nú vildi Hannah ekki taka fleiri sénsa og fékk sér lykkjuna. Átta árum seinna fór hún að finna fyrir óþægindum og fór aftur á pilluna. Hafði hún hætt með barnsföður sínum og var ekki að leita að sambandi: „Svo rakst ég á Ben í teiti. Ég hafði þekkt hann fyrir löngu og það neistaði á milli okkar. Þetta kvöld fórum við heim saman. Eftir þetta fór ég á blæðingar eins og venjulega, en vaknaði við að eitthvað var að. Blóð út um allt. Fór þá á spítalann og læknarnir sögðu að ég gæti hugsanlega verið með barni. Ég hringdi skelkuð í Ben og hann kom og ég fór í sónar. Ég lá þar og læknirinn sagði: „Ég heyri einn hjartslátt…og þarna er annar.“

Hannah hélt henni hefði misheyrst: „Hvernig gátu verið tvö börn þarna inni?“ og svo sagði læknirinn: „Og þarna heyri ég þriðja hjartsláttinn!“ Hannah gapti bara og hélt hann væri að grínast. Svo sá hún þrjá hjartslætti á skjánum: „Ég trúði þessu ekki. Ben ekki heldur. Ég ætlaði ekki að eignast eitt barn í viðbót, hvað þá þrjú!“

þríb1

Þríburarnir voru allir fjöleggja – þeir voru með sitthvora fylgjuna og líknarbelg. Þannig líkami hennar (á meðan hún var á pillunni!) hafði tekist að frjóvga þrjú egg á sama tíma.

Hannah og Ben voru í sjokki en eftir nokkrar mínútur fór Ben að grínast: „Við þurfum að kaupa limousinu fyrir allt liðið!“

„Ég var svo glöð að Ben ætlaði að vera mér við hlið og við fórum að skipuleggja okkur. Eftir 10 vikur stungu læknarnir upp á að binda endi á eina meðgönguna en við tókum það ekki í mál. Við ætluðum að eignast öll þrjú. Eftir 16 vikur komumst við að því að um var að ræða tvær stelpur og einn strák. Maginn á mér stækkaði ótrúlega hratt og allir í kringum mig trúðu ekki hvað hefði gerst!“

Auglýsing

Á meðgöngunni fóru Hannah og Ben að hittast og ákváðu að hefja samband. Þau vildu samt ekki flýta sér í neitt.

Allt gekk vel þar til í 28 viku en þá fóru hreyfingar að minnka. Hannah fékk stera til að lungu barnanna þroskuðust fyrr ef þeir fæddust fyrir tímann. Hún hélt út til 32 viku en þá voru þeir teknir með keisara: Ella Rose, Kasey og Lester.

„Þeir voru pínulitlir en afskaplega sterkir og við fengum að fara með þá heim eftir 18 daga. Ben hafði flutt inn til mín og það var eins og hvirfilvindur hefði farið um húsið okkar. Nú er fjölskyldan okkar stór, og við erum að flytja í fimm herbergja hús þar sem það er þröngt um okkur sjö!“ segir Hannah.

Parið er þakklátt í dag og hefur fjárfest í sjö sæta bíl. Hannah er (eins og gefur að skilja) hætt á pillunni: „En við þökkum fyrir þessi fimm kraftaverk, þetta átti bara að gerast!“

 

Heimild: LadBible.com