KVENNABLAÐIÐ

Ófætt barn fjarlægt úr legi móður, undirgekkst aðgerð og sett aftur inn í legið

Læknavísindin eru mögnuð: Tilvonandi móðir fór í ótrúlega aðgerð þar sem ófætt barn hennar var fjarlægt úr legi hennar til að undirgangast aðgerð og var síðan sett aftur inn í legið til að ljúka eðlilegri meðgöngu.

Prófanir leiddu í ljós að barn Bethan Simpson var með hryggrauf, eða klofinn hrygg. Bethan (26) og eiginmanni hennar Kieron var gefinn sá kostur að enda meðgönguna, en það var áður en þau fræddust um aðgerðina.

Auglýsing

Þar til nú hefur aðgerðin eingöngu verið framkvæmd í Belgíu, en Bethan (sem á að fæða barnið í apríl) er ein fárra mæðra sem bíða slíkrar aðgerðar í Belgíu og London.

beth

20 vikna sónar leiddi í ljós að Bethan (hjúkrunarfræðingur) gekk með dóttur en höfuð hennar var ekki af eðlilegri stærð. Hún var send á Broomfield spítalann í Chelmsford, Essex, þar sem auðséð var að barnið var með hryggrauf og er það heilkenni þar sem mænan þroskast ekki í móðurkviði og getur orsakað að barnið gæti átt erfitt með gang í framtíðinni.

Auglýsing

Bethan segir: „Ljósmóðirin okkar ákvað fund í London. Eftir 48 tíma vorum við á spítala í skönnum á höfði og mænu. Okkur var sagt að litla stúlkan okkar væri með klofinn hrygg. Okkur var boðið að enda meðgönguna eða halda áfram með hana eða kynna okkur nýja aðferð: Að laga hana áður en hún fæddist. Við urðum að gera það. Við fórum í allskonar próf, heilaskanna og allskonar rannsóknir. Við vorum samþykkt og við sögðum „já“ við aðgerð.“

Það er óhætt að segja að næstu vikur einkenndust af tilfinningarússíbana. Bethan var gengin 24 vikur á leið. Sérfræðingar frá University College Hospital Great Ormond Street spítalanum í London en þeir höfðu mikil áhrif á að Bethan var fjórða móðirin til að fara í þessa aðgerð.

bath2

Bethan var mjög ánægð með ferlið og umhyggjuna sem henni var sýnd. Dóttirin var tekin úr legi hennar, mænan var löguð svo hún gæti átt möguleika á betra lífi. Svo var hún sett aftur í legið til að dveljast þar og þroskast þar til hennar er von í apríl á þessu ári.

Allt gekk mjög vel en Bethan segir: „Því miður er 80% barna á Englandi eytt þegar foreldrarnir fá að vita af heilkenninu. Þetta er enginn dauðadómur. Hún hefur jafna möguleika á að lifa eins og við hin. Já, það er áhætta. Auðvitað. Samt ekkert eins og áður. Ég finn dóttur mína sparka allan daginn og það hefur ekkert breyst. Hún er afar sérstök, hún er hluti af sögunni og hún hefur sýnt hversu mikið hún á skilið að lifa!“ segir tilvonandi móðirin.

Heimild: Mirror

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!