KVENNABLAÐIÐ

Hailey Baldwin og Justin Bieber tjá sig í fyrsta sinn um hjónabandið í nýjasta tölublaði Vogue

Nú hafa Justin Bieber og Hailey verið gift í um hálft ár, en þau gengu í það heilaga í septembermánuði 2018. Þau verða á forsíðu tímaritsins Vogue og í viðtalinu eru þau afar hreinskilin um allt sem gengur á í lífi þeirra, m.a. hvernig þeim tekst að sameina líf sín.

Auglýsing

„Málið er að hjónaband er bara mjög erfitt,“ segir Hailey. „Það er setningin sem á að byrja á.“ Justin tekur í sama streng og segist eiga erfitt með traust: „Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig að bara treysta Hailey. Við erum að vinna okkur út úr hlutunum,“ en þau voru kærustupar fyrir þremur árum síðan og endaði það ekki vel.

Auglýsing

Bæði segja þau að Justin sé í betra sambandi við tilfinningar sínar, en Hailey meira í rökhugsun: „Ég er í tilfinningalegu jafnvægi. Ég á samt erfitt með að finna frið. Ég vil að allt sé gott og ég vil að öllum líki vel við mig. Hailey er meira rökvís sem ég þarf. Ég hef alltaf þráð öryggi, pabbi var svo mikið í burtu þegar ég var krakki. Í dag lifi ég þannig lífi að allt er óöruggt. Ég þarf mjög mikið á henni að halda.“

Þau voru skírlíf fyrir hjónaband og játa að kynlífið ýtti þeim að hluta til í hjónaband. Þau eru enn að vinna að því að hafa gift sig svona ung. Bieber segir að Hailey vilji „vera fullorðin“ á meðan hann telur að þau geti enn „notið æskunnar.“

Þau eru bæði mjög trúuð og biðja saman fyrir því að þau geti byggt upp eitthvað fallegt.