KVENNABLAÐIÐ

Tanja og Sverrir ferðaunnendur: Apple birti mynd af þeim á Instagram

Tanja Sól Valdimarsdóttir (25) og Sverrir Arnar Friðþjófsson (26) eru afskaplega ástfangið par sem ferðast út um allan heim og myndar ferðalögin.

tan9244

Þau vöktu athygli stórfyrirtækisins Apple á eftirminnilegan hátt sem verður sagt frá hér á eftir.

Tanja er fædd og uppalin í Laugardalnum og er á 3 námsári í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, helstu áhugamál eru ferðalög bæði innanlands sem erlendis og ljósmyndun. Hún starfar í Félagsmiðstöðinni Laugó með skólanum.

Sverrir er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og er á lokaári í læknisfræði í Slóvakíu og mun hann útskrifast í júní 2019.

tan923

Þau hafa bæði mikinn áhuga á ljósmyndun (eins og gefur að skilja!) og þau stunda einnig ræktina.

Tanja og Sverrir kynntust á stefnumótaforritinu Tinder í janúar 2017 og hafa verið saman síðan þá.

Tanja situr fyrir svörum hér á Sykri:

Hafa þau alltaf haft þetta sameiginlega áhugamál, ferðamennsku og ljósmyndun?

Við höfðum bæði mikinn áhuga á bæði ferðamennsku og höfum ferðast mikið með fjölskyldum okkar frá því við vorum lítil. Sverrir hafði líka alltaf gaman að því að taka myndir t.d mikið af fallegum landslagsmyndum, en notaði aðalega símann sinn áður en hann kynntist mér. Síðan keyptum við okkur myndavél (Sony a6000) saman bara nokkrum mánuðum eftir að við byrjuðum saman eða í ágúst 2017 og Í október stofnuðum við Instagramreikning. Það má segja að áhugi okkar á ljósmyndun og ferðamennsku hafi magnast upp eftir að við byrjuðum saman, við elskum að ferðast saman, kanna nýja staði og festa minningarnar á mynd.

tan882

Auglýsing

Ferðist þið mikið?

Já, við reynum að ferðast eins mikið og við getum en með skóla er það svolítið púsl, sérstaklega þar sem þetta er síðasta önnin hans Sverris. Við förum samt oft í dagsferðir um helgar þegar við erum í skólanum en á sumrin erum við meira og minna út á landi.

 

Eruð þið að taka myndir bæði hér á Íslandi sem og erlendis?

Við tökum bæði myndir á Íslandi og erlendis, samt mun meira á Íslandi því við ferðumst oftar innanlands. Við höfum samt myndað frá Prag og fórum í ferðalag um Austurríki, Þýskaland, Ítalíu og Slóveníu um páskana 2018 og svo til Morocco í október sama ár. Þá tókum við alveg fullt af myndum.

tan812

Er einhver staður á Íslandi sem stendur upp úr, að ykkar mati?

Okkur fannst alveg yndislegt að ferðast um vestfirðina, þeir eru svo hráir og lítið af ferðamönnum sem fara þangað þannig manni finnst eins og maður sé svolítið út af fyrir sig. Dynjand og Látrabjarg standa sértaklega uppúr.

tan0234

Hvenær tókuð þið fyrstu myndina og hvernig var hún?

Fyrsta myndin sem við tókum sem er í svipuðum stíl og við höfum verið að taka var örugglega þegar við fórum í ferðalag um Ísland sumarið 2017, þá vorum við samt ekki búin að kaupa okkur myndavélina sem við eigum og tókum hana bara á símann hans Sverris. Við fengum sendibílinn hans pabba lánaðan, settum dýnur í skottið og keyrðum með suðurströndinni. Myndin er frá Háafoss í Þjórsárdal og það var í fyrsta skiptið sem við fórum þangað saman.

tanjler

 

Voruð þið þá búin að ákveða að gera Instagram eða var það eftir að þið bjugguð það til?

Okkur langaði að deila myndunum okkar með fjölskyldu og vinum en við vorum að taka svo mikið af myndum og okkur fannst skrítið að vera að setja þær allar inn á okkar persónulegu Instagramreikninga þannig við ákváðum að búa til sameiginlegan aðgang þar sem við gætum sett inn fullt af myndum af því sem við vorum að taka myndir af og okkur saman. Þetta þróaðist svo bara í það að verða miklu stærra þegar við byrjuðum á þessu þar sem við fengum mun meiri viðbrögð við myndunum en við bjuggumst við t.d. frá erlendum ferðamönnum sem voru að plana sínar ferðir til Íslands. Það eru nefnilega mjög margir sem eru að senda okkur skilaboð og spyrja almennra spurningar um myndirnar og fleira. Okkur fannst þetta bara svo gaman þannig þá stækkaði þetta og stækkaði.

Myndin sem Apple birti á Instagramminu sínu. Hún heitir „Krafla"
Myndin sem Apple birti á Instagramminu sínu. Hún heitir „Krafla“

Hvað eru þið með marga fylgjendur?

Í dag erum við með 25,4 þúsund fylgjendur en þeir vaxa mjög ört.

Auglýsing

Apple birti mynd frá ykkur, segið okkur aðeins frá því?

Við vorum sem sagt að fara í ferðalag um norðurlandið um sumarið 2018 og vorum að taka myndir af Hvítserk þegar þrífóturinn okkar datt og linsan á vélinni brotnaði. Við vorum alveg miður okkar og langaði helst að snúa aftur heim afþví að við vorum ekki með neina aðra linsu og þurftum þá bara að nota símann okkar til þess að taka myndir (Iphone 6s) sem hefur ekki bestu gæðin. Við ákváðum þó að halda áfram og tókum allar myndirnar í þessu fimm daga ferðalagi á símann.

tan0082

Myndirnar komu mjög vel út og við settum þær á Insta, síðan áttuðum við okkur á að ef við notuðum myllumerkið #shotoniphone myndi Apple kannski deila myndinni okkar því þannig virkar Instagramsíðan þeirra, þeir sem samt nota myndir frá fólki sem merkir myndirnar síðan með þessu myllumerki. Við notuðum #shotoniphone við allar myndirnar frá þessu ferðalagi og síðan einn daginn fengum við póst með samning þar sem Apple var að biðja um leyfi fyrir því að birta mynd sem við höfðum tekið hjá Kröflu við Mývatn á sínum Instagramreikningi. Við skrifuðum auðvitað undir þennan samning og vorum mjög spennt, síðan um þremur mánuðum seinna birtist myndin á Apple instagraminu. Sverrir var þá einn heima en ég var uppá jökli með ekkert símasamband. Það var mjög fyndið því Sverrir var svo spenntur að segja mér frá þessu og var alveg að bilast heima. Síðan loksins náði hann í mig, þetta var ótrúlega skemmtilegt og við fengum alveg marga fylgjendur í kjölfarið.

tan82

Er hægt að skoða myndirnar ykkar annar staðar en á instagram?

Við deilum þeim líka á facebook (https://www.facebook.com/icelandictravelers/)og erum líka að skrifa bloggfærslur á Gekkó.is ásamt fleiri íslenskum ferðalöngum (https://www.gekko.is/author/tanjasolv/)En síðan stefnum við að því að búa til okkar eigin bloggsíðu en við höfum bara ekki haft tíma til þess eins og er.

tan22

 Hvernig sjáið þið framhaldið?

Við ætlum að halda áfram á þessari braut. Við elskum að ferðast og taka myndir af ferðalögum okkar. Það kemur bara í ljós hvert þetta leiðir okkur en við erum ekki með neitt ákveðið plan eins og er.

tan4

Getur fólk sett sig í samband við ykkur… ef já hvernig þá?

Já, við elskum þegar fólk hefur samand við okkur, það er hægt í gegn um skilaboð á Instagram, á Facebook eða í tölvupósti (icelandictravelers@gmail.com)

tan1

www.instagram.com/icelandic_travelers

https://www.facebook.com/icelandictravelers/)

https://www.gekko.is/author/tanjasolv/àBlogg

 

 

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!