KVENNABLAÐIÐ

Kylie Jenner fagnar eins árs afmæli Stormi!

Viðskiptajöfurinn Kylie Jenner fagnaði eins árs afmæli einkadótturinnar Stormi þann 1. febrúar 2019. Hafði hún miklar áhyggjur af því spáð var regni í Los Angeles þennan dag og var hún einnig að búast við bónorði frá Travis Scott í hálfleik Super Bowl.

Auglýsing
View this post on Instagram

Happy Birthday Stormi ♥️ We Love you..

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

Þrátt fyrir grenjandi rigningu daginn áður sagði Kylie á Instagram: „Ok, við ætluðum að halda afmælispartý fyrir Stormi þessa helgi. Það er ekki að gerast því það átti að rigna en er ekki að rigna lengur þannig við ætluðum að vera frekar örugg en leið. Við erum öll frændsystkinin hér og allir elska hana. Við erum að leika með dýrin…“

Auglýsing

Kylie ákvað svo að halda afmælisboðið innandyra. Hún skreytti húsið með litríkum borðum, blöðrum og regnbogaskreytingum til að gleðja dóttur sína. Kyle var dugleg að deila á Insta og sýndi myndir af skreytingum og kökunni. Travis, barnsfaðir hennar, mun koma fram á Super Bowl þann 3 febrúar og verður eitt stærsta „gigg“ á hans ævi. Verður hann þar með Maroon 5 og Big Boi.  

 

 

 

View this post on Instagram

 

my loves 😍😍🥰🥰💋♥️ A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

Aðdáendur eru að hugsa hvort hann ætli að biðja hennar af þessu tilefni. Sagði hann nýlega í viðtali við Rolling Stone um sambandið við Kylie sem hefur staðið yfir í tvö ár: „Við munum gifta okkur fljótlega. Ég þarf að manna mig upp – ég þarf að biðja hennar á brjálæðislegan hátt.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!