KVENNABLAÐIÐ

Ný heimildarmynd um meint barnaníð Michael Jackson var svo svakaleg að heilbrigðisstarfsmenn voru í bíósalnum

Heilbrigðisstarfsmenn voru viðstaddir í bíósal til að bregðast við áhorfendum í áfalli: Umdeild heimildarmynd um meint barnaníð poppgoðsins Michael Jackson var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í dag.

Auglýsing

Leaving Neverland er fjögurra klukkustunda mynd um ásakanir tveggja manna — James Safechuck og Wade Robson — og viðtöl við þá og fjölskyldur þeirra um níðið í smáatriðum: „Dregin er upp mynd af ítrekaðri þrælkun og blekkingum, þarna er verið að skrá niður vald dýrkaðrar stjörnu til að lauma sér inn í líf barna sem elskuðu hann og fjölskyldna þeirra.“

Í hléi á bíómyndinni (heimsfrumsýningu) fóru margir blaðamanna á Twitter til að deila hugsunum sínum og viðbrögðum: „Innihald þessarar myndar er óhugnanlegra en þig gæti grunað,“ segir Kevin Fallon hjá The Daily Beast. Kvikmyndagagnrýnandi  IndieWire David Ehrlich sagðist þurfa „400 sturtur til að finnast hann vera hreinn á ný.“

Auglýsing

Þar að auki sagði Matt Donnelly frá Variety að heilbrigðisstarfsmenn hefðu verið staðsettir í bíósalnum til að hjálpa áhorfendum sem hefði fengið áfall við að sjá myndina, enda um óvenju berorðar lýsingar að ræða.

Fyrir utan kvikmyndahúsið í Park City, Utahríki, voru tveir mótmælendur sem kröfðust þess að MJ væri sagður saklaus. Lögreglan hafði afskipti af þeim.

Jackson fjölskyldan brást við á harkalegan hátt og sagði að myndin væri ekkert annað en „æsileg framleiðsla“ og væri „aumkunarverð leið til að hala inn peninga á nafni.Michael Jackson.“

Þau segja:

Bæði Wade Robson og James Safechuck báru vitni, eiðssvarnir, að Michael hefði aldrei gert þeim neitt. Robson, sem hefur síðar lýst sér sem „meistara blekkinganna“ hafði reynt að hafa fé út úr málssóknum á dánarbú Michael Jacksons, og reyndi að ná milljónum dollara. Báðum málssóknum var hafnað.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!