KVENNABLAÐIÐ

Kim og Kanye eiga von á fjórða barninu í maí!

Kim Kardashian og Kanye West eiga von á fjórða barninu með hjálp staðgöngumóður í maí á þessu ári. Þrátt fyrir hjónabandserfiðleika og margar spár um að þau séu að skilja hafa þau samt tekið ákvörðun um að eignast fjórða barnið.

Auglýsing

fjö

Þau áttu einn karlkyns fósturvísir eftir og hafa ákveðið að nota hann. Á barninu er von snemma í maí. Vinir Kim segja hana alltaf hafa viljað eiga fjögur börn en fyrir á hún Chicago, 11 mánaða, North fimm ára og Saint þriggja ára.

Auglýsing

Eins og lesendur Sykurs vita hafa hjónabandsvandræði Kim og Kanye verið mikil að undanförnu og hefur Kim eiginlega gefist upp á látunum í kringum hann. Vonandi verður barnið til að bjarga þeim!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!