KVENNABLAÐIÐ

Kim og Kanye „á barmi skilnaðar“

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er gersamlega búin að fá nóg af uppákomum tengdum eiginmanninum, rapparanum Kanye West, og henni finnst í dag að „skilnaður sé eini möguleikinn.“

„Því meira rugl sem Kanye lætur út úr sér, því óöruggari verður hún,“ segir vinur hinnar 38 ára stjörnu. „Kanye heldur áfram að henda Kim og fjölskyldunni á bálið og hún fær stöðugar hótanir og verður fyrir miklu áreiti. Þetta er fyrir löngu orðið þreytt og Kim er orðin dauðþreytt á þessu.“

Auglýsing

Kanye fór á Twitter í kasti yfir Drake, en þeir hafa átt í deilum. Fyrst sakaði hann Drake um að segja að hann (Kanye) hefði lekið út upplýsingum um son Drake.

Eftir það var Kanye brjálaður út í barnsföður Kylie Jenner (systur Kim), Travis Scott. Sagði hann að það hefði verið rant af Travis að samþykkja orð Drake um hann í laginu „Sickomode“

F**k that sickomode song Family first and always,” tvítaði Kanye.

 

Auglýsing

 

 

Kim reyndi að verða sáttasemjari og takmarka skaðann með því að kalla hann „klárustu manneskju sem ég þekki.“

Var hún augljóslega að verja ummæli Kanye um þrælahald sem hann lét út úr sér í þætti af KUWTK í mánuðinum.

Kim er í mikilli baráttu hvort hún eigi að halda áfram að styðja hann, þennan kjaftfora eiginmann.

„Hún er neydd til að verja hann stöðugt, jafnvel þó hún sé ekki sammála honum. Hann segir henni bara hvað hún á að segja og oft veit hún ekki einusinni hvað hún er að verja því hún skilur hann ekki.“

Kim hefur sagt að hún sé ekki örugg vegna þessarar hegðunar. Er búið að auka öryggisgæslu fjölskyldunnar til muna eftir að Kanye fór að fá hótanir frá glæpagengjum í kjölfar ummæla sinna.

Er sagt að Kim „kjósi að fylgja Kanye í stað þess að búa til meira drama.“ En brátt getur hún ekki meira því hún á þrjú börn til að hugsa um.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!