KVENNABLAÐIÐ

Hvaða stjörnumerki eru líklegust til að halda framhjá í sambandi?

Þegar samband hefst er einblínt á góðu hliðarnar: Spennan að tengjast einhverjum tilfinningalega, asinn að verða ástfangin/n og dásamlegt kynlíf með viðfanginu.

Um leið og „hveitibrauðsdagarnir” eru á enda koma oftast í ljós gallar og takmarkanir félagans. Mörg sambönd enda þarna en ekki öll. Margir sækja í nánd og spennu utan sambands, því miður, og er það ekki eitthvað sem mun enda á næstunni.

Til að gera þetta enn flóknara eru makar sem þykja eftirsóknarverðir líka þeir sem leiðast af braut. Þegar þeir gera það, leita þeir að samböndum og kynlífi utan sambands.

Það er vissulega erfitt að vera í sambandi. Það eru engar tvær sálir sem eru fullkomlega í takt við hvor aðra. Samkvæmt stjörnumerkjafræði táknar sólin ytri heim, tunglið tilfinningalegan persónleika.

Auglýsing

Þessi tákn segja okkur hversu tengd við erum okkar maka og gefa okkur innsýn í þá orku sem við eigum með honum, þ.m.t. hvaða eiginleika hvert stjörnumerki hefur til að vera líklegt til að halda framhjá.

Á meðan sum stjörnumerki geta heillast af „mómetinu” s.s. hrúturinn og vatnsberinn, ákveða önnur stjörnumerki stefumót með fyrirvara (s.s. krabbinn og vogin). Sum stjörnumerki ELSKA athygli (ljónið og meyjan) á meðan aðrir heillast af forboðinni ást (tvíburinn og bogmaðurinn). Aðrir heillast af djúpri tilfinningatengingu eins og fiskarnir og steingeitin.

Hvað segja stjörnurnar um framhjáhald? Hvaða merki er líklegast til að halda framhjá? Athugið að ekki er verið að tala um framtíðarspá eða afsökun fyrir slæmri hegðun, heldur hvati stjörnumerkisins í sjálfu sér. Stjörnurnar geta veitt okkur leiðsögn en við erum þau einu sem ákvarða örlög okkar.

Hrúturinn (21. mars – 19. apríl)

Þegar heitt verður í kolunum er erfitt fyrir hrútinn að kæla sig niður. Merkið er þekkt fyrir heitar ástríður, hvatvísi og keppnisskap. Hrúturinn elskar allt „glitrandi” og nýtt sem þýðir að árvakur hrútur mun, þegar kemur að framhjáhaldi, vera veikur fyrir sírenunum um einnar nætur gaman. Allt er keppni hjá hrútinum þannig þegar hann heldur framhjá er hann ekki að sækjast eftir tilfinningalegri nánd, heldur er um holdlega fýsn að ræða.

Nautið (20. apríl-20. maí)

Naut elska að „tríta sig” en stundum eiga þau til að gera of mikið. Nautinu er stjórnað af Venus sem þýðir að það er tengt ást, peningum og fegurð. Nautið ágirnist mat, ilm og þegar það heldur framhjá nýtur það þessa hluta. Fimm stjörnu hótel, margrétta máltíð og bað með rósablöðum er eitthvað sem því líkar.

Auglýsing

Tvíburinn (21.maí -20. júní)

Ósk tvíburans er að kanna allt tvöfalt eða margfalt. Tvíburinn er helst tengdur við framhjáhald af öllum (sporðdrekinn er fast í öðru sæti). Stjörnumerkið á auðvelt með að ruglast, það er auðvelt að leiða það af leið. Það er forvitið og heillast af andstæðum pólum. Elskhugi í tvíburamerkinu gæti verið að sækjast eftir andstæðum aðdráttaröflum, þannig skilja mætti það sem tvíburinn myndi sækja það öfuga við það sem ætlast sé sambandinu. Ef tvíburarnir eru tilfinningalega tengdir maka sínum eiga þeir til að hafa einhvern á „kantinum” sem er kynferðislega tengdari. Annars, ef tvíburinn er virkilega kynferðislega tengdur maka sínum, gæti hann haldið framhjá með öðrum tilfinningalega. Það snýst allt um jafnvægi hjá honum.

Krabbinn (21. júní-22. júlí).

Krabbinn hreyfir sig til hliðar og sömuleiðis getur það átt við hegðun hans. Krabbar eru viðkvæmar verur sem hata að líða sem þær séu viðkvæmar. Vatnsmerkið tekur öllu mjög alvarlega, þ.m.t. mökum/elskhugum og það er ekki oft sem þessar viðkvæmu verur skríða úr skelinni, svo að segja. Krabbar þurfa að vera öruggir, þeim þarf að finnast þeir finna stuðning og skiling og ef þeir finna það ekki þurfa þeir stundum að leita annað. Leynileg ástarsambönd eru síðan vel og vandlega skipulögð og falin. Þeir leita allra leiða til að fela samböndin og grafa sönnunargögnin djúpt í sandinn.

Ljónið (23. júlí-22. ágúst).

Það er erfitt fyrir ljónið að standast fagnaðarlæti, eða „klapp“ – jafnvel þó það kalli á rómanska tengingu. Ljónið treystir hjartanu og bráð ljón verða margsinnis ástfangin. Ekkert lætur þau mala líkt og óbeisluð athygli. Þau vilja alltaf vera hjarta athyglinnar (enda sólarmerki) og þau eiga auðvelt með að heillast af girndum og ásækni annara. Þau eru oftast ekki að hugsa um framhjáhald fyrr en einhver sýnir þeim athygli. Það er ekki auðvelt fyrir þau að standast hól, þannig þegar um „klapp” er að ræða, eiga þau erfitt með að standast leynileg ástarsambönd.

Meyjan (23. ágúst – 22. september).

Krafa meyjarinnar um fullkomnun er ekki alltaf réttlát. Meyjan er jarðarmerki og er ofboðslega næm og meðvituð um bókstaflega allt – það er alltaf hægt að finna sprungur og mistök í öllu sem er gert. Meyjur eru frábærir ritstjórar, en það getur verið erfitt í ástarsambandi. Ef meyjan kemst að þeirri niðurstöðu að fyrirliggjandi gögn vísi á ófullkomnun á hún auðvelt með að leita annað. Fyrir meyjunni liggur að fá þráhyggju fyrir leynilegum elskhugum eða „skotum” þar sem hún ber saman styrk viðfangsins við veikleika makans. Meyjan á þó til að átta sig fljótt á mistökum sínum og fyllist þá eftirsjá.

Vogin (23. september-22. október).

Vogin er heillandi en stundum daðrar hún um of. Vogin leitast eftir jafnvægi og samhæfingu. Hún er loftmerki og kýs að vera pöruð saman við einhvern annan, heldur en að vera ein. Það þýðir samt ekki að hún sé alltaf hliðholl sínum maka. Vogin daðrar hvað mest af öllum loftmerkjum og jafnvel í alvöru samböndum á hún til að halda sambandi við gamla elskhuga (halda „dyrunum alltaf opnum”). Sumar vogir hafa verið staðnar að því að reyna að viðhalda mörgum gömlum samböndum í einu. Ef framhjáhaldið er líkamlegt eða andlegt skiptir vogina ekki máli – hún er alltaf að athuga möguleika sína.

Sporðdrekinn (23. október -21. nóvember).

Sporðdrekar heillast mjög af dimmum og dularfullum reynslum. Það er ekki rétt að áætla að sporðdrekinn sé með kynlíf á heilanum. Það er ekki réttlátt, en margir sporðdrekar sjá þessa innilegu tengingu sem mikilvæga. Sporðdrekar nærast á völdum og stjórnun. Vatnsmerki heillast af dularfullum og myrkum reynslum þannig ef sporðdrekinn heldur framhjá er það á einhvern óvenjulegan hátt. Hann heillast af leyndarmálum og framhjáhaldið sem slíkt er meira spennandi en manneskjan í sjálfu sér. Sporðdrekinn reynir sitt besta að leyna ástarmálunum.

Bogmaður (22. nóvember-21. desember).

Hann fórnar öllu fyrir ævintýri – alveg sama hvað það kostar. Bogmaður er áhættusækinn að eðlisfari. Hann elskar allt sem lætur adrenalínið fara af stað. Þetta eldmerki elskar áhættu og spennu. Þrátt fyrir að bogmaðurinn sé í alvöru sambandi þarf hann frjálsræði. Hann elskar ævintúri og bogmaður sem heldur framhjá elskar að fá innsýn inn í tvo heima, svo að segja. Hann á til að taka þátt í mjög áhættusömum framhjáhöldum, sem eiga til að komast upp því bogmaðurinn vill svolítið lifa á brúninni.

Steingeit (22. desember-19. janúar).

Steingeitin telur að allt sé hægt að réttlæta – þar með talið framhjáhald. Jarðarmerkið steingeitin á til að nálgast allt s.s. framhjáhald með rökum. Hún á við tilfinningasambönd eins og vinnuna…hún hugsar um hag beggja aðila ef þeir myndu samrýnast. Ef þörfum steingeitarinnar er mætt, mun hún vera sátt. Ef ekki mun hún leita annað. Steingeitin ætti til að leita að heppilegum félaga til að halda framhjá með. Hún vill vita hvort þau ættu ævintýralegt eðli sameiginlegt. Ef upp um hana kemst á hún til þúsundir afsakana sem eru „rökréttar” – af hverju henni datt í hug að halda framhjá.

Vatnsberinn (20. janúar-18. febrúar).

Þegar vatnsberar verða ástfangnir er voðinn vís. Mannúðlegasta stjörnumerkið gengur á jafnrétti og réttsýni. Þetta stjörnumerki er það eina sem kærir sig meira um heildina en sig sjálft, þannig erfitt er fyrir það að viðhalda vináttusamböndum. Það er erfitt að eiga í sambandi við vatnsbera. Hann byggir sambönd á ástríðufullu fólki sem deilir sömu sýn, þannig þegar kemur að framhjáhaldi finna þeir einhvern sem hefur sömu sýn og hann sjálfur. Vinir verða oft elskhugar vatnsberans af þessari ástæðu og náin sambönd eiga það til að breytast. Vantsberinn á til að gefa eftir – og ef framhjáhaldið kemst upp geta hann breyst í algeran „frostpinna,“ og gefur því ekkert upp um sig sjálfan.

Fiskar (19. febrúar-20. mars).

Fiskar eiga til að lifa í draumaheimi. Raunveruleikinn endurspeglar hinsvegar ekki slíkt hið sama. Fiskarnir eru tilfinninganæmir, viðkvæmir og blíðir. Vatnsmerkinu er stjórnað af neptúnusorku sem þýðir að draumar og listrænir hæfileikar ráða ríkjum. Skuggahliðin er hinsvegar sú að fiskurinn tengist ranghugmyndum, flótta og leyndarmálum. Fiskurinn getur orðið samdauna eigin ímyndun og getur sannfært sig sjálfan að hann sé í raun hluti af stærra sköpunarverki. Þetta er einungis raunveruleikinn í hans hugarheimi, þannig fiskur sem stendur í framhjáhaldi gæti verið skolað út á haf vegna hans sjálfs.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!