KVENNABLAÐIÐ

Stjörnur sem þú vissir ekki að væru farnar yfir móðuna miklu

Þið kannist eflaust við þær flestar… Miklir listamenn og hæfileikaríkt fólk sem kvaddi þessa jarðvist allt of snemma.

Auglýsing

rip chris penn

 

Chris Penn

Chris var bróðir Sean Penn. Hann lék Eddie í Reservoir Dogs sem Quentin Tarantino leikstýrði. Hann lést af völdum hjartaáfalls árið 2006, aðeins fertugur að aldri.

rip john spencer

John Spencer

Hann var leikari sem flestir þekkja úr allavega einum þætti eða mynd – lék eitt aðalhlutverkið í þáttunum The West Wing. Hann fékk hjartaáfall árið 2005 og lést aðeins 58 ára. Allir þættir sem framleiddir voru eftir fráfall hans höfðu þó alltaf nafn hans með í kreditlistanum.

rip richard attenborough

Richard Attenborough

Eldri bróðir Davids Attenborough lést árið 2014 af völdum hjartasjúkdóms. Hann lést örfáum dögum áður en hann hefði orðið 91 árs. Hann var bæði leikari, leikstjóri og tökumaður og var á fullu m.a. í góðgerðamálum allt til hann fékk lokakallið.

rip lisa robin kelley

rip lisa r k

Lisa Robin Kelly

Hún var stjarna í That 70´s Show þar sem Ashton Kutcher og Mila Kunis stigu sín fyrstu skref. Kannski hefði annað átt fyrir henni að liggja í leiklistinni en Bakkus hafði yfirhöndina. Hún missti forræði yfir barni sínu og lést af völdum of stórs skammts árið 2013 í meðferð – aðeins fertug.

Auglýsing

rip leonard nimroy

Leonard Nimoy

Hann mun alltaf hafa stað í hjarta Star Trek aðdáenda sem hinn almáttugi Spock, en hann var einnig tónlistarmaður og hafði einlægan áhuga á að gera heiminn að betri stað. Hann lést af völdum lungnakrabba 83 ára að aldri.

rip edna

Marcia Wallace

Rödd Mrs. Krabappel í The Simpsons sem kennari Barts var ógleymanleg. Marcia kvaddi þessa jarðvist viku áður en hún fagnaði 71 árs afmæli sínu árið 2013. Banamein hennar var brjóstakrabbi.

rip michael clarke duncan

Michael Clarke Duncan

Sá sem hefur séð The Green Mile getur ekki gleymt Michael og leik hans þar. Hann lést árið 2012 þegar hann fékk hjartaáfall, aðeins 54 ára.

rip hines

Gregory Hines

Hann var dansari, leikari, söngvari og bjó til dansa….lék og framleiddi ótal myndir þar til hann lést árið 2003 af völdum lifrarkrabba. Hann var 57 ára.

rip vernon

Richard Griffiths

Hann lék Vernon hinn pirrandi og vonda frænda Harrys Potter í myndunum. Í raun var hann ákaflega elskulegur maður og góður leikari sem margir muna eftir í ótal breskum þáttum, myndum og á leiksviðinu. Hann fór í hjartaaðgerð árið 2013 og lést af völdum hennar þá 65 ára.

gina rett

Gina Mastrogiacomo

Martin Scorsese uppgötvaði Ginu og hún lék í Goodfellas árið 1990. Hún lék einnig í The Naked Gun 2 1/2: The Smell Of Fear. Hún fæddist í nóvembermánuði árið 1961 og lést í maí 2001 aðeins 39 ára. Banamein hennar var heilaæxli.

rip andrew

Andrew Koenig

Andrew Koenig var sonur Walter Koenig sem lék í Star Trek. Andrew lék eitt aðalhlutverkið í Growing Pains. Hann var leikstjóri, handritshöfundur, ritstjóri og barðist fyrir mannréttindum. Hann átti erfiða æsku og tók sitt eigið líf þegar hann var 41 árs árið 2010.

rip michael jeter

Michael Jeter

Þessi leikari lék í mörgum myndum sem þú hefur eflaust séð: Fisher King, The Green Mile og Zeliga ásamt fleirum en fékk eflaust ekki það hrós sem hann átti skilið. Hann fæddist árið 1952 og lést árið 2003 þá 51 árs. Banamein hans var flogakast.

rip james rebhorn

James Rebhorn

Rebhorn lék í meira en 100 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þar á meðal Homeland þar sem hann lék föður Carrie Mathisons. Hann lést árið 2014 og var þá 65 ára. Hann skrifaði sjálfsævisögu sína áður en hann lést.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!