KVENNABLAÐIÐ

Caitlyn Jenner og Sophia Hutchins undirbúa brúðkaup og barneignir

Parið Caitlyn Jenner (69) og Sophia Hutchins (22) óska einskis heitar en að eignast barn saman. Þær vilja taka á móti barni ekki seinna en um haustið 2019.

Auglýsing

 

„Þær eru að undirbúa brúðkaup um vorið og svo vilja þær bæta barni í fjölskylduna. Þær hafa talað um þetta næstum frá deginum sem þær hittust og eru að skoða alla möguleika – allt frá því að taka viðtal við staðgöngumæður og skoða ættleiðingarmöguleika,“ segir vinur parsins.

Auglýsing

 

Cait vill taka þetta samband alla leið, enda yfir sig ástfangin. Sophiu var einnig boðið að eyða þakkargjörðarhátíðinni með fjölskyldu Cait: „Þetta er ferli sem tekur tíma, en þær vilja barn strax, ekki seinna en um haust á næsta ári. Þær eru yfir sig spenntar og eru bara í mikilli undirbúningsvinnu.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!