KVENNABLAÐIÐ

Eins árs áhrifavaldur á Instagram fær gjafir að andvirði 1,5 milljóna króna

Hinn eins árs gamli Ralphie Waplington er svo vinsæll á Instagram að hann hefur fengið gjafir frá „velunnurum“ fyrir andvirði meira en 1,5 milljón króna.

Móðir hans Stacey Woodhams hefur í kjölfarið bannað fjölskyldumeðlimum og vinum að deila myndum af honum á samfélagsmiðlum, til að vernda ímynd hans.

áhrif88

Ralphie er afskaplega vinsæll hjá fyrirtækjum sem vilja ólm að hann auglýsi vörurnar þeirra. Er hann með meira en 14.000 fylgjendur á Instagram og eru myndirnar afar fullkomnar, ekki er eitt hár úr skorðum. Þess vegna vill móðir hans viðhalda þeirri ímynd og bannar öðrum að deila myndum af drengnum sínum á samfélagsmiðlum.

Auglýsing

Stacey á þetta eina barn, en er búin að græða svo mikið á honum að hún vill eignast annað barn. Hafa þau fengið óteljandi gjafir, s.s. barnahúsgögn, skemmtanir og heilan fataskáp af fötum. Segir hún núna markað fyrir nýfædd börn á Instagram og „Ralphie sé að verða of gamall.“

ahrif4

Viðurkennir Stacey að hún hafi fengið haturspósta og hótanir frá öðrum mæðrum á netinu og varar aðra við þessum bransa, nema þeir séu því viðbúnir að fá á sig skelfilega gagnrýni.

Nú er svo í pottinn búið að Ralphie á nýja kerru fyrir hvern dag vikunnar og hefur hann fengið þær allar ókeypis, allt í skiptum fyrir eina mynd.

ahrif2

Hún setti upp Instagramsíðu fyrir hann þegar hann var vikugamall til að fjölskyldan gæti fylgst með honum vaxa. Innan mánaðar var hann kominn með meira en 1000 fylgjendur þannig hún eyðir mörgum klukkustundum á dag að gera Ralphie tilbúinn og taka af honum myndir. Nú fær hún sem samsvarar um 60.000 ISK fyrir hverja kostaða færslu.

Auglýsing

Er móðirin þakklát Instagram fyrir að gera henni kleift að vinna heima og fá að njóta alls kyns fríðinda sem þau hefðu annars ekki efni á. Hafa þau tekjur af hverri einustu færslu og segir hún: „Ég hef unnið hörðum höndum að því sem við fáum nú að njóta, allt sem ég geri er fyrir Ralphie og framtíð hans.“

ahrif44

Ralphie, sem verður tveggja í desember, er einnig orðin fyrirsæta hjá fyrirtækjum á borð við Next og er allur peningurinn lagður inn á framtíðarreikning.

„Ég birti samt ekki myndir af honum með horið lekandi niður andlitið eða hárið í rugli, það er ekki vörumerkið sem við erum að kynna. Það hljómar illa að ég tali um hann sem vörumerki því hann er mennskur og jú, barn, en í grunninn er þetta það sem við höfum skapað – viðskipti.“

Stacey heldur áfram: „Ég er með vinnu, þetta er ekkert öðruvísi en ég færi í vinnu klukkan sjö og kæmi aftur um kvöldmat – þess í stað hef ég vinnu og Ralphie græðir gæðatíma á því og ég eyði öllum deginum með syni mínum.“

áfhrif3

Margir hafa lofað þennan myndarlega dreng og hrósað Stacey fyrir mikla vinnu en aðrir gagnrýna og segja hana vanrækja drenginn sem hún þvertekur fyrir og segir að hann taki ekkert eftir því að hún sé í símanum: „Ég tek myndina og það tekur augnablik. Ég vinn hana svo þegar hann er sofandi eða þegar Adam er heima. Það er mikil vinna samt að taka myndina. Það er bara hægt þegar hann er í góðu skapi og vill leika. Ég neyði hann aldrei til að sitja kyrran þannig allar myndirnar eru teknar að honum óafvitandi.“

Heimild: Mirror

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!