KVENNABLAÐIÐ

„Feitt fólk er búið að taka yfir sem norm“

„Árið 1995 hefði ég aldrei trúað að feitir myndu komast í meirihluta og verða hið nýja norm einn daginn. Núna fer ég í Kringluna, Smáralind, sund og víðar og ég sé að flestir eru yfir kjörþyngd. Allt frá því að vera með smá spik á maganum og uppí afmyndaða offitusjúklinga. Við sem förum vel með líkama okkar erum í minnihluta núna. Og það fyrsta sem ég hugsa er bara afhverju? Afhverju fariði ekki vel með líkama ykkar? Ég hef séð feita konu fara með bílinn sinn á verkstæði vel bónaðan. Hún vill fara vel með bílinn sinn en ekki með líkama sinn? Afsakið ég ekki skilja. Þú getur keypt nýjan bíl. Þú kaupir ekki nýjan líkama. Forgangsröðunin er fucked up. Afhverju er svona mikil þögn um þetta? Er samfélagið orðið eitt stórt geðveikrahæli? Hvað næst? Allir hætta að fara í sturtu en þvo samt bílinn sinn? Halló? Hvað er í fucking gangi hérna?“

Þetta skrifar notandinn Lýðheilsustofa á umræðuvefinn www.er.is á Bland um holdafar Íslendinga nú á dögum.

Auglýsing

Margir notendur taka undir og eru sammála „Lýðheilsustofu“ – aðrir svara honum eins og t.d. notandinn Júlí 78:

„Komdu þá með lausnir ef þetta er svona mikið vandamál heldur en að tuða svona. Inná vef landlæknis er allt um það hvað er hollt að borða og hversu mikið. Ríkið kostar uppá meðferð á Reykjalundi fyrir fólk í mikilli yfirþyngd. Hægt er að fara í Hveragerði á Náttúrlækningaheimilið eða hvað það nú  heitir. Fólki býðst til að fara á alls konar líkmsræktarstöðvar og jafnvel fá matarprógrömm þar. Hægt er að fara til næringarfræðings. Svo er ábyggilega hægt að fara til dáleiðara ef fólk trúir á það. Ertu að segja að þetta allt sé ekki nóg. Á fólk bara að fá hugljómun með að lesa þetta frá þér á Bland? Heldurðu að allir séu inná Bland?“

Lýðheilsustofa segir sig vera fyrirmyndarborgara:

„Ég er ekki dýr. Ég vinn fulla vinnu og hef aldrei verið á bótum. Það er langt síðan ég fór seinast til læknis og ég er í góðu formi. Ég kosta samfélagið ekki neitt. Ég borga meira í kerfin en ég tek úr þeim í gegnum skatta.
Ég er ekki vandamálið heldur hinir sem fara illa með sig.“

Auglýsing

Haustsala svarar:

„Fólk með smá spik á maganum er ekki offitusjúklingar. Fólk sem er í yfirþyngd (ekki offitu) skv. BMI er ekki líklegra en aðrir til að deyja snemma og er ekki heilsufarsvandamál. Í rauninni fer ekki að koma aukin dánartíðni fyrr en fólk er komið í verulega offitu. Svo að flest fólkið sem þú sérð í Kringlunni er ekki heilbrigðisvandamál þó að það sé með nokkur aukakiló.

Þannig að endilega finndu þér annað áhugamál.“

Leónóra segir og þarf að taka fram að hún hefur alltaf verið í kjörþyngd:

„Það er mikill sannleikur í þessu hjá þér.  EN-  allt illa statt fólk mundi gera þetta sem þú lýsir ef það byggi yfir frumkvæði og réttu hugarfari – sem það bara býr ekki yfir – ÞESSVEGNA vaxa þessi vandamál þeim yfir höfuð og þessvegna ertu gæfusamur að hafa getað gert þetta sjálfur.   Það vantar hjálp og aðgengi fyrir fólk til að stilla áttavitann í eigin haus og hrinda þeim af stað sem ekki geta það sjálfir.  Hérlendis kostar tími hjá sálfræðingi tíu eða fimmtán þúsund krónur.  Vandamálin hrannast upp vegna skorts á úrræðum og kostnaðar á þeim.“

Skjáskot af er.is
Skjáskot af er.is

Hún heldur áfram: „Hérna einhversstaðar fyrir ofan sagðistu hafa ógeð á feitum konum með börn osfrv…..  Þú minnir mig svo á týpuna sem ég kalla náriðilinn.  Það eru karlar sem ekkert sjá nema kjötið á konum.  Þessir menn gætu allt eins sofið hjá dúkku eða líki því fituprósenta konunnar skiptir þá öllu.  Ég vil minna þig á að fólk er ekki kjötið heldur sú sál sem býr með kjötinu.  Tek fram að ég hef alltaf verið í kjörþyngd um ævina.“

Ef þú vilt leggja orð í belg, er um að gera að taka þátt í umræðunum á www.er.is.

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!