KVENNABLAÐIÐ

Rapparinn T.I. lætur athuga reglulega hvort meyjarhaft dóttur hans er rofið

Rapparanum T.I. fannst hann afskaplega sniðugur þar sem hann montaði sig af því að fara reglulega til kvensjúkdómalæknis með 18 ára dóttur sína til að staðfesta meydóm hennar. Í viðtali í hlaðvarpinu „Ladies Like Us“ sagðist T.I. staðfastur á því að dóttir hans, Deyjah Harris væri enn hrein mey þar sem þau „fara árlega til kvensjúkdómalæknis til að athuga meyjarhaftið“ því ef það væri rofið benti það til kynferðislegrar virkni.

Auglýsing

„Ég get sagt ykkur að á 18 ára afmælisdaginn hennar er meyjarhaftið enn til staðar.“

ti

Hinn 39 ára rappari sem gerði garðinn frægan með laginu „Whatever You Like“ gekk meira að segja lengra því hann lýsti því hvernig hann færi að því að sannfæra dóttur sína til að gefa upp réttindi sín í þessum árlegu prófum: „Læknirinn er bara, „þú veist herra, ég þarf, til að deila upplýsingum…“ og ég bara „Deyjah, þau vilja undirskrift svo við getum fengið að sjá niðurstöðuna. Er eitthvað sem þú vilt ekki að ég viti? Sko, læknir? Þetta er ekkert vandamál.“

Auglýsing

Hann sér sennilega eftir því að hafa verið svona rogginn í viðtalinu því internetið brást afar, afar illa við: „Ég er ekki að ýkja, hvernig T.I. brýst inn í einkalíf og rými dóttur sinnar er eitt það ógeðslegasta sem ég hef heyrt,“ segir @FredTJoseph

„Mér er óglatt“ sagði @race_jones

Deyah hefur ekki tjáð sig um þetta opinberlega en hún líkaði við færslur þar sem fólk kallar föður hennar „eigingjarnan“ „ógeðslegan“ og „stjórnsjúkan.“

Í viðtalinu var T.I. einnig spurður um hvort 15 ára sonur hans fengi sömu meðferð þegar kæmi að kynferðislegum athöfnum neitaði hann því: „Mér líður öðruvísi varðandi stráka en stelpur.“

Dr. Jen Gunther, höfundur The Vagina Bible sagði að það þyrfti að leiðrétta misskilning varðandi meyjarhöft og skírlífi: „Meyjarhaftið er enginn mælikvarði á skírlífi. 50% kynferðislegra aktífra ungmenna eru enn með meyjarhaftið. Meyjarhaftið er mjög sveigjanlegt.“

Fjölskylda T.I.
Fjölskylda T.I.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!