KVENNABLAÐIÐ

Dauðþreyttur innbrotsþjófur steinsofnaði í „vinnunni“

Rússneskir fjölmiðlar greindu frá máli seinheppins innbrotsþjófs sem braust inn í skrifstofuhúsnæði í síðustu viku og endaði á að steinsofna í skrifstofustól áður en hann náði að koma sér út.

Auglýsing

Gerðist atvikið í Orenburg, Rússlandi, þann 20. nóvember síðastliðinn. Hinn 36 ára þjófur braust inn í byggingu þar sem nokkrar skrifstofur voru. Tókst honum að troða sér inn um glugga á þriðju hæð. Þá tók við mikil vinna með alls konar verkfærum, s.s. skrúfjárnum, vírklippum, hamar, naglbít og fullt af lyklum til að komast inn á allar þessar skrifstofur til að leita að verðmætum.

Ránsfengurinn
Ránsfengurinn

Hann hafði í raun eitthvað upp úr krafsinu – sem samsvarar um 250.000 ISK en í stað þess að flýta sér út með fenginn ákvað hann að hvíla sig aðeins og settist í þægilegan leðurstól. Og þar fann lögreglan hann, nokkrum klukkutímum síðar.

Auglýsing

þjofur4

Fréttastofan RIA greinir frá því að öryggisvörður tók fyrst eftir honum á eftirlitsmyndavélum. Í stað þess að fara sjálfur á staðinn kallaði hann á Roguard, sem er rússneska sérsveitin/hersveit sem sendi teymi á staðinn. Ekki er vitað hversu lengi þeir voru að koma sér á staðinn en ekkert lá á þar sem þjófurinn var enn steinsofandi þegar þá bar að garði – með peningapokann við hlið sér.

Var hann handjárnaður og settur í varðhald. Maðurinn hafði á sér aðrar kærur og braut skilorð, þannig að lúrinn kostaði hann æði mikið.

Kannski er boðskapur sögunnar sá að ef þú ætlar að brjótast inn, ættirðu að hvíla þig fyrst! Svona lagað getur verið afar þreytandi…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!