KVENNABLAÐIÐ

Fjölskyldan óttast um Paris Jackson og að hún muni látast vegna ofneyslu eins og faðir hennar

Dóttir poppgoðsins sáluga, Michael Jackson, Paris er á slæmum stað í lífinu í dag. Hún er í sambandi með Gabriel Glenn, hljómsveitarmeðlims The Wallflowers og telja fjölskyldumeðlimir að hún sé á kafi í neyslu: „Paris er bara mjög týnd núna og allir telja að hún sé að nota eiturlyf með Gabriel,“ segir fjölskyldumeðlimur Jackson fjölskyldunnar í nafnlausu viðtali við Radar. „Hún er algerlega heilluð af honum og þau tvö læsa sig inni í húsinu hennar og hleypa engum inn og engum að sér.“

Auglýsing

Amma Parisar, Katherine „grætur stöðugt yfir þessu því hún hefur ekki séð þessa hlið á henni áður.“

Meðlimurinn segir: „Hún skiptir um skoðun aðra hvora mínútu í hvaða átt hún er að fara og veit ekkert hver hún er lengur.“

Paris og Gabriel
Paris og Gabriel
Auglýsing

Til að bæta gráu ofan á svart er hin tvítuga Paris – sem er dóttir Michaels sem lést vegna eiturlyfja fyrir um áratug síðan – stöðugt að sýna kannabisneyslu og partílífsstíl sinn á samfélagsmiðlum.

„Þetta er svo sorglegt,“ segir hann. „Paris er enn ekki orðin 21 árs og eru myndir teknar af henni á mismunandi börum á hverju kvöldi. Hún er haldin þeirri meinloku að hún og Gabriel séu sálufélagar og hafi oft hist í fyrri lífum.“

paris og gg

Því miður, samkvæmt þessum fjölskyldumeðlimi „leyfir hún engum að koma nálægt til að hjálpa. Á þessum tímapunkti virðist sem enginn geti bjargað henni frá sjálfri sér. Hún læsir sig inní húsi með Gabriel og segir engum neitt.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!