KVENNABLAÐIÐ

Angelina Jolie „rétt skrimtir“ eftir að hún hætti að leika

Angelina Jolie er hætt að leika og einbeitir sér nú að leikstjórnarferlinum. Það tekur þó á og er hún að lifa mjög sparsamt þrátt fyrir að hún sé milljónamæringur. Hún er nú afar óþreyjufull að bíða eftir að Maleficent 2 klárist svo hún geti fengið endurgreitt 25 milljón dalina sem hún er búin að fjárfesta í verkefnunu.

Auglýsing

Angie tók ákvörðun um að hætta að leika og einbeita sér að leikstjórnarferlinum en það hefur skilið eftir „stórt gat í veskinu.“

Auglýsing

„Maleficent 2 er fyrsta stórmyndin hennar í nokkur ár og hún er nú að leita að annarri stórmynd til að fylgja henni eftir,“ sagði innanbúðarmaður í viðtali við Radar. „Nú er hún að taka sér fimm ára pásu frá leiklistinni og hún hefur samt í rauninni ekki efni á því, að halda uppi lífsstíl fjölskyldunnar.“

Draumur leikkonunnar er því ekki að standa undir rándýrum lífsstíl sem hún hefur komið sér upp: „Leikstjórnin er ástríða Angiear en hún hefur bara grætt örfáar milljónir á því.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!