KVENNABLAÐIÐ

Kevin Spacey horfinn af yfirborði jarðar: Hefur ekki sést í heilt ár

  • Hin smánaða Óskarsverðlaunastjarna Kevin Spacey (59) hefur ekki sést opinberlega í heilt ár eftir að ásakanir um kynferðisofbeldi og ósæmilega hegðun komust í hámæli. Sagt er að hann sé í felum á Kyrrahafseyju, í Frakklandi eða sé í dulargervi.
  • Árið 2017 ásakaði Star Trek leikarinn Anthony Rapp Kevin um að hafa ráðist á hann kynferðislega og kom Kevin því út úr skápnum af því tilefni. Þótti það ósmekklegt af honum og var mikið gagnrýndur fyrir það.
  • Síðustu myndir sem náðust af Spacey voru teknar á meðferðarstöð í fyrra, í Wickenburg Arizonaríki.

Þættirnir House Of Cards voru frumsýndir fyrr í mánuðinum en söguhetjan var ekki með. Hafði serían verið hornsteinn Netflix í mörg ár og tugir milljóna um allan heim fylgst með þáttunum vegna forsetans Frank Underwood sem Kevin Spacey lék. Claire Underwood er nú orðin forseti, leikin af Robin Wright.

Alvöru dramað er þó ekki í sjónvarpinu. Af einum þekktasta leikara í Hollywood er ekkert að frétta. Kevin er horfinn af skjánum og svo virðist sem einnig af yfirborði jarðar. Ekkert hefur heyrst frá leikaranum síðan ásakanirnar komust í hámæli í október 2017.

Beggja megin Atlantshafsins þar sem Kevin á milljónahallir er spurt: Hvar er Kevin Spacey? „Hann er orðinn alger einsetumaður,“ sagði vinur leikarans í viðtali við The Mail on Sunday. „Enginn hefur heyrt frá honum. Hann er horfinn. Það er næstum ótrúlegt að einhver í hans stöðu geti gert slíkt í heimi þar sem allir eiga farsíma.“

Auglýsing

Einn framleiðandi sagði að Spacey hefði „eitt eftirminnilegasta andlit á jörðinni“ og bætti við: „Ég var með honum þegar við gengum inn á veitingastað í Beverly Hills og allur staðurinn klappaði.“

Það má vera langur tími þar til fólk klappar fyrir honum aftur.

Síðasta mynd sem náðist af leikaranum
Síðasta mynd sem náðist af leikaranum

Fallið hófst í lok október árið 2017 þegar Anthony Rapp ásakaði Spacey um að hafa ráðist á sig í íbúð hans í New York þegar Rapp var bara 14 ára. Í kjölfarið komu alls um 30 menn fram með svipaðar ásakanir. Engar formlegar ákærur hafa borist en þrátt fyrir það eru lögregluyfirvöld í Los Angeles og London að rannsaka málin, m.a. nauðgun.

Auglýsing

Kevin bar fram iðrunarfulla afsökunarbeiðni og endaði lífseigar sögusagnir og kom út úr skápnum. En skaðinn var skeður. Kevin skráði sig í meðferð við kynlífsfíkn í The Meadows í Arizona ásamt Hollywoodframleiðandanum ógeðfellda, Harvey Weinstein. Ólíkt Harvey sem hefur sést út um allt sést hvergi tangur né tetur af Kevin.

Ekki er vitað um ferðir hans eftir að hann tékkaði út af 45 daga kynlífs-bindindis-stofnun eftir 21 dag í nóvember í fyrra. Hann fór því fyrr og ekki er vitað hvar hann er í dag. Margir hafa giskað – að hann sé að lifa í einsemd á Cook eyjum í Kyrrahafi, að hann sé í suður-Frakklandi að vinna að listsköpun og líkamsrækt og hafa hljótt um sig og ein heimild segir að hann sé að ferðast um heiminn undir nafninu Kevin Fowler, sem er hans rétta nafn. „Ég myndi ekki verða hissa að hann færi út meðal fólks í dulargervi. Hann hefur eytt lífinu í að leika aðra allt sitt líf – af hverju ekki núna?“

kevin hoc

Papparassarnir sitja um hús hans í New York, Los Angeles og í London og hvergi hefur hann sést.

Enginn vildi koma fram undir nafni að ræða þetta fyrir utan bróður hans Randy sem er ósáttur við bróður sinn og sagði hann: „Þetta er bara týpískt Hollywood. Enginn vill segja neitt því hann er of eitraður. Bróðir minn var alltaf hrokagikkur og nú hefur karma bitið hann í rassinn. Hann verpti gulleggjum svo fólk myndi verja hann. Auðvitað vissi fólk alveg hvernig hann var, en meðan hann var að græða peninga þagði það. Bróðir minn er sjálfsdýrkandi (e. narcissist). Ég held hann skammist sín ekki neitt. Hvar sem hann er, er hann að njóta kynferðislegra unaða. Það eru til fullt af stöðum þar sem ef þú átt pening, geturðu pantað það sem þú vilt og lifað góðu lífi. Ég held ekki að Kevin sé í þjáningu.“

Leiðin til baka

Vel upplýstur heimildarmaður í Hollywood sagði samt að endurkoma hans sé skipulögð. Fyrst eiga vinir að fara að tala vel um hann. Svo mun hann taka að sér lítið hlutverk í virðulegri mynd. Hann hefur ekki verið ákærður fyrir neitt. Svo verður hann orðaður við Óskarinn og allir muna hversu frábær leikarinn hann er.

Lafði Judi Dench hefur varið hann opinberlega nú þegar og einnig Diane Lane sem leikur í House Of Cards – en hún sagðist bera mikla virðingu fyrir list hans.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!