KVENNABLAÐIÐ

Nettröll gera grín að þyngd Demi Lovato þrátt fyrir hún hafi næstum látist vegna ofneyslu í sumar

Í alvöru fólk – hversu ömurleg getum við verið? Söng- og leikkonan Demi Lovato (26) var næstum því látin þegar hún tók of stóran skammt af heróíni í júlí á þessu ári. Hún er búin að vera nú í þrjá mánuði í meðferð og er nú farin að fara út á meðal fólks á ný. Í vikunni sem leið setti Demi mynd af sér kjósa í miðsvetrarkosningum: „Ég er svo þakklát að vera komin heim í tíma til að kjósa!“ skrifaðu hún.

Þetta var fyrsta myndin hennar á Insta síðan hún var lögð inn á spítala.

Auglýsing

Hún kvatti einnig fólk til að kjósa. Hún hefur oftast verið hlynnt heilbrigðum lífsstíl og hefur nú verið að eyða tíma með edrú vinum og í ræktinni. Hún vill núna „lifa rólegum lífsstíl áður en hún fer að vinna aftur.“

Auglýsing

Þrátt fyrir að flestir séu ánægðir með að Demi sem komin á ról eru tröll þarna úti sem hafa verið dugleg að pikka í hana: „Damn, hún er orðin feit, “ sagði einn og annar sagði: „She turkied up.”

„Það lítur út sem hún hafi hætt í dópi til að éta. Hún ætti að nota meth (metamfetamín) til að grennast.“

Demi hefur ekki svarað þessu en aðdáendur hennar hafa brugðist reiðir við: „Betra að fitna og vera á lífi en mjór og dópaður, þið eruð ógeðsleg,“ sagði einn. „Eftir allt sem hún hefur gengið í gegnum er vigtin það eina sem fólk getur hugsað um.“ „Hún lítur æðislega út og fólk verður að hætta að leggja hana í einelti.“

„Hún er svo falleg innan og utan og ég er svo stolt af henni <3 verið góð við hana, plís.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!