KVENNABLAÐIÐ

Hið ótrúlega mál afskorins getnaðarlims John Wayne Bobbitt

Fáir getnaðarlimir hafa vakið jafn mikið umtal fólks og limur John Wayne Bobbitt árið 1993. Ekki var það þó fyrir stærð hans eða frammistöðu, heldur vegna þess að eiginkona hans, Lorena Bobbit, skar hann af. Þetta var meira að segja fyrir tíma internetsins, en þrátt fyrir það var málið á forsíðum blaða víða um veröld og flestum var kunnugt um Bobbitt málið.

Atvikið átti sér stað þann 23. júní 1993 í Manassas, Virginíuríki. Réttarhöldin áttu sér stað þetta sama ár og árið á eftir. Lorena gaf vitnisburð sinn fyrir dómi að eftir að hún kom heim þetta kvöld hafi John, eiginmaður hennar, nauðgað henni. Þegar hann var sofnaður, greip Lorena hníf úr eldhúsinu, gekk inn í svefnherbergið og skar af honum liminn við rót hans.

Auglýsing

Eftir þetta fór Lorena úr íbúðinni með afskorinn liminn í bíltúr. Eftir einhvern tíma henti hún honum út á akur. Hún stöðvaði bílinn svo að lokum og hringdi í neyðarlínuna. Limur Johns fannst eftir mikla leit og var græddur aftur á á spítalanum þar sem John var lagður inn. Samt sem áður náði hann aldrei sömu tilfinningu í hann og áður.

lorena3

Handtaka og réttarhöld

Lorena var tekin í gæsluvarðhald. Þegar hún var handtekin aðfaranótt þann 24. júní sagði hún við lögregluna: „Hann fær alltaf fullnægingu og bíður ekki eftir að ég fái fullnægingu líka. Hann er eigingjarn.“ Þetta samtal var hljóðritað og var síðar lesið við réttarhöldin.

Á meðan réttarhöldum stóð voru smáatriði úr sambandi þeirra dregin fram og atburðirnir sem leiddu að limlestingunni. Lorena sagði John hafa beitt hana ofbeldi – kynferðislega, líkamlega og tilfinningalega. Hún sagði hann hafa montað sig af framhjáhaldi og neytt hana í fóstureyðingu. Lögfræðingar hennar sögðu að þetta stöðuga ofbeldi leiddu hana til að „snappa“ á endanum því hún var haldin klínísku þunglyndi og áfallastreituröskun af völdum ofbeldis hans. John neitaði þessum ásökunum en var yfirheyrður af lögfræðingum hennar og stangaðist vitnisburður hans á við þekktar staðreyndir sem veikti mál hans.

Lorena bar vitni um að John hafi nauðgað henni og barið oftsinnis fyrir þetta kvöld þar sem hún skar af honum typpið, að þau skorti fjárhagslegan stöðugleika og hann hafi stolið og eytt sparifé hennar. Bæði lögfræðiteymin játuðu að John hafi sýnt af sér ofbeldishegðun og það ofbeldi hefði haft í för með sér þessa óvenjulegu árás. Vitni sögðu að John hafði beitt hana bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi, ofbeldið var að færast í aukana og árið 1993 bjó hún við stöðugan ótta við hann. Voru gjörðir hennar sagðar beittar í sjálfsvörn og tímabundinni geðveiki vegna ofbeldis og nauðgana og „Lorena taldi og trúði John þegar hann hótaði henni því að hann myndi „finna hana, hvort sem við erum skilin eða ekki. Og þar sem ég mun finna þig mun ég ríða þér þegar mér sýnist.““

John Bobbitt var síðar fundinn sekur um nauðgun. Hann varð margsaga um hvað gerðist í raun þetta kvöld og rásaði fram og til baka. Sagði hann ýmist að þau hafi ekki stundað kynlíf, að Lorena hafi viljað kynlíf en hann hafi verið of þreyttur, að þau hefðu stundað kynlíf en hann hafði sofið það af sér, og að kynlífið hafi verið með samþykki beggja.“

lorena4

Kviðdómur bar saman ráð sín í sjö klukkutíma og komst svo að þeirri niðurstöðu að Lorena væri ekki sakhæf sökum andlegs ástands og hún hefði haft mikla þörf á að skaða John kynferðislega. Hún var því ekki gerð ábyrgð fyrir gjörðum sínum. Henni var gert að sækja 45 daga matsmeðferð á geðsjúkrahúsi og svo var henni sleppt. Eftir sex ára hjónaband árið 1995 skildu John og Lorena.

Dómsuppkvaðning:

John

Eftir atvikið reyndi John að græða pening á vafasamri frægð sinni. Hann stofnaði hljómsveit, The Severed Parts, til að borga lækna- og lögfræðikostnað, en hljómsveitin varð ekkert vinsæl þannig hann hafði ekkert upp úr því. Í september árið 1994 lék hann í klámmynd: John Wayne Bobbitt: Uncut, í þeirri von að græða eitthvert fé. Árið 1996 lék hann svo í annarri klámmynd, Frankenpenis (einnig þekkt sem John Wayne Bobbitt’s Frankenpenis).

Auglýsing

Árið 1994 var hann ákærður fyrir að slá Kristinu Elliott, 21 árs nektardansmær sem hann hitti í Las Vegas þegar hann reyndi að koma sér á framfæri. Í ágúst á því ári var hann sakfelldur vegna líkamsárásar og fór í fangelsi í 15 daga. „Ég held þú eigir í vandræðum með framkomu þína,“ sagði dómarinn í því máli. „Þessi vandræði stafa af áfengisneyslu þinni.“

lorena55

Á árunum 1994-1999 vann John í hinum ýmsu vinnum í Las Vegas, Nevadaríki. Hann varð barþjónn, limósínubílstjóri, flutningamaður, keyrði út pizzur og vann á vinnuvélum. Hann gaf líka saman brúðhjón í einum af ótal mörgum kapellum Las Vegas.

Árið 1999 fékk hann skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað úr búð. Árið 2003 braut hann skilorðið og var einnig handtekinn fyrir að ganga í skrokk á þáverandi eiginkonu sinni, Joanna Ferrell. Hann var handtekinn tvisvar af sömu ástæðu gegn henni árið 2004 og svo skildu þau.

Árið 2014 varð hann fyrir alvarlegu vinnuslysi þegar hann hálsbrotnaði í Buffalo, New York.

Lorena

Eftir réttarhöldin reyndi Lorena að fara huldu höfði og notaði fæðingarnafn sitt, Gallo. Í desember árið 1997 var hún ákærð fyrir að ganga í skrokk á móður sinni, Elvia Gallo, meðan þær voru að horfa á sjónvarpið. Hún var reyndar ekki fundin sek um það og þær mæðgur héldu áfram að búa saman. Árið 2007 vann hún á snyrtistofu í Washington D.C og sama ár stofnaði hún hjálparsamtök kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi, Lorena’s Red Wagon.

Árið 2008 kom hún fram í þættinum The Early Show á CBS þar sem hún talaði um líf sitt síðan atvikið gerðist. Hún sagðist í viðtalinu vera í langtímasambandi með Dave Bellinger og þau ættu tveggja og hálfs árs dóttur. Hún kom einnig fram árið 2009 í þætti Opruh og sagði að ef hún gæti tekið eitthvað til baka væri það að hafa gifst John.

lorena2

Þrátt fyrir að hún hafi sagt við Opruh að hún hafi engan áhuga á að tala aftur við John komu þau saman í þættinum The Insider það sama ár. Það var í fyrsta sinn sem þau hittust eftir skilnaðinn. Í þættinum baðst hann afsökunar á hvernig hann kom fram við hana í hjónabandinu og sagðist enn elska hana því hann hann hafði aldrei hætt að senda henni valentínusarkort og blóm.

Lorena kom einnig fram í þætti Steve Harvey fyrir þremur árum:

Bobbitt málið vakti á sínum tíma gríðarlega athygli á heimilisofbeldi. Innan nokkurra daga frá atvikinu flykktust samtök og femínistar í kringum Lorenu og skildu ástæðu árásar hennar á John þrátt fyrir að aðferðin hafi verið hryllileg.

Fjölmiðlaathygli í kringum málið varð ótrúleg, brandarar, ljóð, stuttermabolir, auglýsingabrellur og ýmislegt var gert í kringum málið. Howard Stern fékk John í þáttinn til sín á nýársdag 1994 til að afla fjár fyrir aðgerðina. Einnig rataði atvikið í ýmsa menningarviðburði, svo sem kvikmyndir – Fight Club sem varð gríðarlega vinsæl árið 1999 lagði Tyler Durden orð í munn og sagði hann eftir að hús hans hafði verið sprengt upp: „You know, man… it could be worse, a woman could cut off your penis while you’re sleeping and toss it out the window of a moving car“ og var það tilvísun í málið.

Stuttu eftir atvikið komu upp önnur atvik, s.s. hermikrákuglæpir þar sem konur skáru typpi af mönnum. Nafnið Lorena Bobbitt táknaði aflimun. Bobbitt refsing og Bobbitt aðgerð varð tamt í munni fólks.

Þrátt fyrir að langur tími sé liðinn síðan þetta átti sér stað er alltaf nauðsynlegt að rifja upp mál sem breyttu heiminum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!