KVENNABLAÐIÐ

Michael Douglas viðurkennir að vera „ekki alveg edrú“

Leikarinn Michael Douglas (74) var mjög hreinskilinn um sjálfan sig og edrúmennskuna í nýju hlaðvarpsviðtali við Marc Maron en þar játar hann baráttu sína við áfengi og eiturlyf. Einnig ræddi hann um bata sonar síns sem lenti í fangelsi.

Michael ræddi um sitt eigið vandamál og játaði: „Ég varð edrú. Ég fór í meðferð árið 1991. Sennilega meira áfengi en eiturlyf.“

Auglýsing

Hann segir þó að edrúmennska „sé ekki alveg hann“ og hann sé alltaf að leita að jafnvægi: „Allt er spurning um meðalhóf og ekki bara spurningu um að vakna upp einn daginn og vilja ekki meira. Þú þarft að fara varlega með þá staðreynd að…í fjölskyldunni hefur verið um fíknivanda að stríða. Ég missti bróður minn Eric,“ segir Michael.

Auglýsing

Sonur Michaels, Cameron (39) hefur átt við fíkniefnavanda að stríða um árabil og varði nokkrum árum í fangelsi fyrir að hafa heróín undir höndum og að selja metamfetamín. Hann fékk fyrst fimm ára dóm en dómurinn var þyngdur eftir að hann smyglaði fíkniefnum inn í fangelsið.

„Elsti drengurinn minn var heróínfíkill sem eyddi sjö og hálfu ári í fangelsi fyrir fíkiefnabrot. Hann er í góðu lagi núna. Honum gengur vel í dag og hann er leikari. Ég held samt að þú lærir um ættgengda sjúkdóma ásamt öðru sem þú þarft að passa þig á.“

Michael viðurkennir að yngri börnin sem hann á með Catherine Zeta-Jones njóti meiri varúðar: „Yngri börnin, þessi nýju, við fylgjumst mun meira með þeim. Við tölum um það.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!