KVENNABLAÐIÐ

Skapari Spider-Man, Stan Lee, er látinn

Stan Lee er látinn, 95 ára að aldri. Hann kvaddi þennan heim snemma í morgun á heimili sínu í Hollywood Hills, samkvæmt TMZ. Sjúkrabíll var kallaður að heimili hans og var farið með hann í flýti til Cedars-Sinai sjúkrahússins þar sem hann lést. Stan hafði átt við ýmis heilsufarsvandamál að stríða, svo sem slæmt tilfelli af lungnabólgu fyrr á þessu ári og átti hann einnig erfitt með sjón.

a stan

Auglýsing

Hann var þekktastur fyrir að hafa skapað margar frægustu persónur Marvel Comics, s.s. Spider-Man, Iron Man, X-Men og The Incredible Hulk. Honum brá alltaf fyrir í kvikmyndum sem byggðar voru á bókum hans.

Stan með sköpunarverki sínu árið 1997
Stan með sköpunarverki sínu árið 1997
Auglýsing

Stan stofnaði Marvel ásamt Jack Kirby árið 1961. Samband hans við Marvel varð brothætt þegar farið var á fullt í Hollywoodmyndir. Fór hann í mál við fyrirtækið árið 2002 þar sem hann taldi sig eiga inni höfundarréttarlaun fyrir fyrstu myndina um Spider-Man. Þremur árum seinna sættist hann á 10 milljónir í bætur.

Stan árið 1992
Stan árið 1992

Stan skilur eftir sig dótturina Joan, en kona hans til 69 ára, einnig nefnd Joan, lést árið 2017.

Joan, dóttir hans, sagði: „Faðir minn elskaði alla aðdáendur sína. Hann var bestur, mjög almennilegur maður.“