KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Aniston skemmti sér í 44 ára afmælisveislu Leonardo DiCaprio

Hann lítur alltaf út fyrir að vera yngri, en stórstjarnan Leonardo DiCaprio varð 44 ára um helgina og hélt af því tilefni afar veglega veislu. Jennifer Aniston mætti og var í glæsilegum svörtum kjól og virtist skemmta sér mjög vel.

Auglýsing

Á föstudagskvöldið mætti Leo og fylgdarlið til einkaklúbbsins Spring Place í Beverly Hills.

Jennifer (49) sást tala mikið við vinkonu sína Jennifer Meyer.

Aðrar stjörnur á staðnum voru Tobey Maguire, Gwyneth Paltrow, Robert DeNiro, Al Pacino, Alex Rodriguez og Kate Beckinsale.

Auglýsing

500 manns var boðið í partýið á meðan 50 útvaldir fengu boð í kvöldverð. Leo hefur verið að hitta barnabarn Al Pacino, Camila Morrone (21) í hálft ár. Fögnuðu þau afmælinu alla helgina!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!