KVENNABLAÐIÐ

Móðir hættir loks með yngstu dóttur sína á brjósti nokkrum dögum fyrir 10 ára afmælið hennar

Fjögurra barna móðir segist eftir að sakna þess að gefa brjóst eftir að yngsta dóttir hennar hætti loksins á brjósti en hún var að verða 10 ára gömul.

Auglýsing

Sharon Spink vildi að dóttir hennar Charlotte væri svona lengi á brjósti. Kvaðst hún hafa myndað afar sterkt samband við dóttur sína og sagði þetta fullkomlega eðlilegt. Þrátt fyrir að að hafa haft hana á brjósti í næstum áratug sagði hún að hún hafi verið ánægð með ákvörðun dóttur sinnar, en hún ákvað að hætta á brjósti fyrir um tveimur mánuðum síðan.

a vö

 

Sharon segir að Charlotte sé mjög heilbrigð og verði sjaldan veik, þökk sé „mömmumjólkinni“ eða „mummy milk“ eins og hún orðar það.

Auglýsing

Sharon aðhyllist náttúrulega vönun og vill að barnið ákveði sjálft hvað þau vilji: „Það er gott fyrir barnið að ákveða slíkt sjálft, í stað þess að þvinga það. Hún gerði það sjálf á þessu ári. Þetta var algerlega hennar val. Hún fékk sér að drekka kannski einu sinni í mánuði ef henni leið illa eða var þreytt og svo var farið að líða alltaf lengra og lengra á milli.“

Sharon óskar þess að dóttir hennar hugsi hlýlega til þessara tíma þegar hún verður eldri: „Ég vil að hún hugsi um huggunina og öryggið sem þessu fylgdi, frekar en að þetta snerist um næringu. Charlotte vildi fá þetta öryggi.“

Mæðgurnar
Mæðgurnar

Sharon var harðákveðin í að gefa Charlotte brjóstið eftir að hafa átt í erfiðleikum með það með hin börnin þrjú: Kim, 30, Sarah, 28, og Isabel, 12.

The World Health Organization (alþjóða heilbrigðisstofnunin) mælir með að mæður brjóstfæði börn sín a.m.k. til sex mánaða aldurs og allt til tveggja ára.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!