KVENNABLAÐIÐ

Sér enn framtíð með eiginmanni sínum sem stakk hana 46 sinnum

Ung kona hefur ákveðið að skilja ekki við eiginmann sinn og stofna með honum fjölskyldu eftir að hann stakk hana með hnífi 46 sinnum og taldist hún heppin að vera á lífi.

Shannon Barnard (21) varð fyrir grófri árás af hendi eiginmanni sínum, Michael (25) á heimili þeirra í Kent, Bretlandi, í janúarmánuði á þessu ári. Hann stakk hana 46 sinnum og féllu bæði lungu hennar saman. Fékk hún 14 sár á bringu og brjóst, fjögur stungusár náðu til innyfla hennar.

Auglýsing

Shannon var í 17 daga á sjúkrahúsi eftir árásina og er hún með ljót ör um allan líkamann sem krefjast skinnígræðslu í framtíðinni.

Michael
Michael

Shannon lýsir reynslu sinni við Metro þegar hún var á spítalanum og fann högg í kviðinn og áttaði sig á að hann var að ráðast á hana: „Ég öskraði og ég var einhvernveginn komin í annað herbergi. Eftir að hann stakk mig féll ég á gólfið. Pabbi hans var í símanum og ég öskraði: „Hann er með hníf.“

Ég lá á bakinu á gólfinu og Mike var ofan á mér, stingandi mig hvað eftir annað. Hann var á hnjánum og beygði sig yfir mig. Hann reyndi að færa hendurnar á mér í burtu og ég öskraði bara. Hann sagði ekkert nema þegar ég sagði: „Stopp, ég þarf að hringja í pabba minn.“ Þá sagði hann: „Nei, þú þarft að deyja.“ Það var það eina sem hann sagði allan tímann. Hann sagði þetta þegar ég var á gólfinu. Ég hugsaði bara að ég myndi deyja, að ég væri dáin.“

Auglýsing

Foreldrar Michaels komu og fundu Shannon á gólfinu.

Hún heldur áfram: „Ég opnaði og lokaði augunum á víxl. Þau voru öskrandi á hann. Mamma hans spurði hann hvað hann hafði gert. Ég svaraði: „Hann er búinn að drepa mig, ég er að deyja.“

Árásin átti sér stað tveimur vikum eftir að Shannon uppgötvaði framhjáhald eftir að hann hafði orðið fullur og dópaður af hláturgasi (nitrous oxide.)

Var henni sagt að hún væri ótrúlega heppin að lifa þetta af. Þrátt fyrir allt sem eiginmaðurinn lét hana ganga í gegnum er hún tilbúin að halda áfram að eiga framtíð með honum.

Michael var fundinn sekur um morðtilraun en við réttarhöldin sagðist Shannon tilbúin að fyrirgefa honum og ætlar að stofna með honum fjölskyldu þegar hann verður látinn laus.

Shannon heimsækir hann oft í fangelsið
Shannon heimsækir hann oft í fangelsið

Aðspurð um hvernig hún sæi framtíðina sagði hún: „Bara að vera saman og lifa því lífi sem við bæði viljum og eignast fjölskyldu.“

Shannon hefur verið dugleg að heimsækja hann í fangelsið „við öll möguleg tækifæri.“

Sálfræðingur greindi Michael og sagði hann hafa átt við bráðavanda að stríða vegna mikils kvíða, ofsóknarhugmynda, tilfinningavanda og hvatvísi.

Kviðdómur var ekki sammála að sjúkdómsgreining hans hefði haft áhrif á ákvörðunina að myrða eiginkonu sína. Hann er nú á lyfjum við þessum vanda sínum og eiga þau að koma í veg fyrir að hann taki svona köst á ný.

Vonandi gengur það eftir.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!