KVENNABLAÐIÐ

Nýtt lag með Áttunni: „Heiður að fá að vinna með svona snillingum!“ – Myndband

Sólborg Guðbrandsdóttir, einn meðlima Áttunnar, er í skýjunum í dag þar sem verið var að gefa út myndbandið við lagið L8. Hún sat fyrir svörum hjá Sykri varðandi nýja lagið og spurðum við hana (fyrir þá sem ekki vita): Hvað er Áttan?

„Áttan er samfélagsmiðlamerki sem sér um að koma ungu fólki á framfæri. Á hverju ári tekur við nýr hópur sem andlit merkisins út á við sem kallast ÁttanSM og frá því í júní höfum við Hildur Sif Guðmundsdóttir og Þórir Geir Guðmundsson séð um það. Við verðum í Áttunni í eitt ár þar til nýr hópur tekur svo við.“

solb3

L8 er annað lagið sem Sólborg gerir með Áttunni þegar þau gáfu út lagið Einn séns.

solb2

Aðspurð segir Sólborg að L8 sé algert grínlag um „trend“ á samfélagsmiðlum: „Lagið er hresst og skemmtilegt og við erum mjög kát með það.“ Einnig segir Sólborg að það hafi verið gaman að gera myndbandið við lagið:

Auglýsing

„Ferlið var nokkuð langt en ótrúlega skemmtilegt. Grétar Örn Guðmundsson sá um tökur og klippingu. Hann er algjör fagmaður. Við skemmtum okkur konunglega við að búa þetta til. Við hlógum eins og fífl og vonumst til þess að aðrir skemmti sér líka. Við fengum fullt af flottu fólki með okkur í myndbandið, til að mynda leikarana Jóhannes Hauk og Randver Þorláksson, sem er hvað þekktastur fyrir Spaugstofuna, en Jóhannes talar einnig inn á lagið okkar. Það er algjör heiður að fá að vinna með svona snillingum!“

Úr myndbandinu
Úr myndbandinu

Sólborg kveðst hlakka til að halda áfram með Áttunni: „Það er bara harkan sex og gleði og gaman fram í júní á næsta ári (og vonandi nú eftir það líka). Það verða fleiri lög og meiri vitleysa fram að því.“

Auglýsing

Hér getur þú séð myndbandið við lagið L8 en það er unnið með Inga Bauer og Lárusi Erni Arnarsyni:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!