KVENNABLAÐIÐ

Selena Gomez segist vera tilbúin fyrir ástina eftir mörg „eitruð sambönd“

Söng- og leikkonan Selena Gomez er komin aftur á markaðinn eftir að hafa verið í áratug af og til með Justin Bieber. Hún var í viðtali hjá  Zach Sang Show  föstudaginn 25. október þar sem hún sagðist hafa verið „ofur, ofur einhleyp“ í tvö ár og hún segist nú vera tilbúin að sjá hvernig framtíðarástin lítur út fyrir sig: „Ég vil að það verði raunverulegt, ekki meðvirkt, ruglað eða það skorti samskipti. Þegar þú eldist finnur þú fólk sem er í alvöru rétt fyrir þig og á sömu bylgjulengd.“

Auglýsing

Selena, sem var í sambandi með The Weeknd í tíu mánuði árið 2017 segir að hún hafi lært dýrmætar lexíur af því að hafa verið ung og ástfangin.

Auglýsing

„Þú ert kannski á þeim stað í lífinu að þú ert að verða ástfangin í fyrsta sinn og það getur verið bara dálítið eitrað. Þegar þú ert ungur ertu meðvirkur og þú telur það ást, þú hefur fíkn í þessa ástríðu og pirring út í hvort annað og þú heldur bara: „Ó, þetta er ást,“ ég hélt þetta í langan tíma.“

Hún hefur stundum lýst sér sem „vonlausum rómantíker“ en þó hún sé tilbúin að hitta einhvern nýjan sé hún ánægð með að vera einhleyp: „Ég er bara að chilla sko…í alvöru það er svo stressandi að vera á stefnumótum og ég er að skemmta mér allt og vel núna ein. Það var ömurlegt fyrsta árið því ég vildi bara kúra…horfa á eitthvað og láta dáðst að mér. Nú er það bara gott. Nú er það æðislegt.“

Selena hefur gefið út tvö lög nýlega, Look at Her Now og Lose You to Love Me, en það fjallar um samband hennar við Justin. Hún segir samt að þetta sé ekki meint illa því hún sé bara góð manneskja sem segir hlutina eins og þeir eru. Hún vonar jafnframt að hann heyri lagið.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!