KVENNABLAÐIÐ

Söngkonan Sinead O’Connor hefur tekið upp íslamstrú

Írska söngkonan Sinead O’Connor (51) hefur tilkynnt að hún hafi hafnað kaþólskri trú og hafi tekið upp íslamstrú. Hefur hún einnig breytt nafni sínu í „Shuhada’ Davitt.“

Sinead, sem breytti nafni sínu í fyrra í Magda Davitt, segir að hún hafi hafnað kaþólsku kirkjunni algerlega í færslu á Twitter. Var hún vígð til prests í írsku rétttrúnaðarkirkjunni og postulakirkjunni á tíunda áratugnum.

Auglýsing

Segir Sinead/Shudada að öll önnur trúarbrögð séu óþörf og allar ritningar leið til íslams.

Tónlistarkonan sem fór í ítarlega geðræna meðferð til Bandaríkjanna í fyrra með hjálp Dr Phil póstaði svo meðfylgjandi myndbandi af sér syngjandi Adhan sem er íslamskt kall til bæna. Segist hún einnig hafa fengið sitt fyrsta Hijab með hjálp vinar í Dublin. Segist hún hafa fengið gæsahúð um allan líkamann þegar hún fór í það. Hún sagðist ekki ætla að pósta mynd því athöfnin væri mjög persónuleg. Svo sagðist hún vera „ljót gömul kerling. En ég er mjög, mjög, mjög ánægð gömul kerling.“

Auglýsing

 

Fyrr í vikunni sagði Sinead í ítarlegu viðtali við Daily Mail að hún væri að vinna með Ronnie Wood í Rolling Stones, írska leikaranum Cillian Murphy, Nick Mason úr Pink FLoyd og söngkonunni Imelda May að nýrri plötu. Mun hún kallast „One More Yard“ og vera virðingarvottur við írska hermanninn Michael Thomas Wall. Allur ágóði af sölu plötunnar mun renna til krabbameinsfélaga.

Hér má sjá hana syngja: 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!