KVENNABLAÐIÐ

Ariana nennti ekki að hlusta á vælið í fyrrverandi og blokkaði hann

Söngkonan Ariana Grande, sem sleit trúlofuninni við Pete Davidson um daginn hefur ekki þolinmæði fyrir bænum hans að taka aftur saman. „Hún þurfti hreinlega að segja honum að láta sig vera. Hann hefur ólmur reynt að hafa samband og hefur sent henni gjafir í von um að henni snerist hugur og byrja aftur með honum, en það er ekki að fara að gerast,“ segir vinur Ari.

Auglýsing

Ariana hefur mikið að gera og vill ekki eyða tíma í sorg og sút: „Ariana er allt of upptekin að einbeita sér að fyrrum samböndum og hún hefur lært mikið á þessu, sem þýðir að hún vill ekki gefa hverjum sem er hjarta sitt svo auðveldlega.“

Auglýsing

Parið hætti saman eftir að annar fyrrverandi, Mac Miller, lést af völdum of stórs skammts. Ariana henti Pete út úr íbúðinni sinni á Manhattan og skipti um skrár. Hún skilaði svo trúlofunarhringnum og líka hálsmeni sem faðir Petes bar á 9/11. Hún er einnig nú þegar búin að láta fjarlægja eða fela húðflúrin sem þau fengu sér saman.

„Þegar hún klárar eitthvað, klárar hún það og Ariana er nú að einbeita sér að ferlinum og fjölskyldunni,“ sagði vinurinn og bætti við að öll fjölskyldan væri fegin að hún væri hætt með Pete.

„Hún hafði ekki hugmynd um hversu mjög þeim mislíkaði hann þar til þau hættu saman og hún var hissa á því. Þau vildu samt bara að hún yrði hamingjusöm þannig þau sögðu ekkert.“