KVENNABLAÐIÐ

Bauð 32 bekkjarfélögum í afmælið sitt og enginn mætti

Vonbrigðin og sorgin í augum þessa sex ára drengs hefur vakið heimsathygli en hann varð fyrir þeirri ömurlegu reynslu að enginn mætti í sex ára afmælið hans. Teddy er frá Arizonaríki bauð öllum bekknum, 32 bekkjarfélögum, út að borða á pizzustaðinn Peter Piper. Móðir hans segir að ekki einn hafi mætt í afmælið.

Auglýsing

Afmæli eru eitt af því sem þú hlakkar til að halda allt árið og Teddy litli varð afar vonsvikinn, eins og búast mátti við. Augnaráðið segir allt sem segja þarf.

ammli in

Móðir hans, Sil Mazzini, segir að það hafi ekki verið vegna þess að öllum mislíkaði við Teddy en margir sögðust geta komið en mættu svo ekki. Hana grunaði þó aldrei að ekki einn gestur myndi mæta. Sagði hún í viðtali við ABC15 að hún sé „hætt að halda veislur í bili.“ Þó hún hafi eiginlega verið að grínast sagði hún að þetta gæti bara gerst árið 2018 – fólk væri orðið miklu aftengdara en áður.

Auglýsing

Fox10 segir að móðirin hafi gert 32 nammipoka fyrir vini Teddys með afmælisboðinu. Hafði hún einnig samband við foreldrana eins og áður sagði. Kennari drengsins sagðist jafnvel ætla að mæta, en kom ekki.

pizzz

Myndin fór á flug á netinu eftir að fréttamaður frá Tucson, Nick VinZant, deildi henni á samfélagsmiðlum með athugasemdinni: „Ef þið hafið tækifæri til, vinsamlega óskið Teddy til hamingju með daginn. Mamma hans sendi mér þessa mynd eftir að vinir hans komust ekki í afmælisboðið.“

Sagan endar vel, enda lifum við á tækniöld. Teddy fékk þúsundir rafrænna afmæliskveðja og sumir sendu meira að segja alvöru gjafir! Körfuboltalið bæjarins Phoenix Suns sendi honum tvo miða á körfuboltaleik við Los Angeles Lakers og fótboltaliðið Phoenix Rising gaf honum og „7000 vinum“ pizzur og að horfa á leik í deildinni.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!