KVENNABLAÐIÐ

Móðir Jane Fonda tók sitt eigið líf eftir að hafa dvalist á geðsjúkrahúsi

Hollywoodstjarnan Jane Fonda hefur nú opnað sig varðandi sorglegt sjálfsvíg móður hennar. Frances Ford Seymour framdi sjálfsvíg á 42 ára afmælisdegi sínum, nokkrum klukkustundum eftir að hafa komið heim frá geðsjúkrahúsi. Jane var aðeins 12 ára þá, og hún hafi neitað að hitta móður sína áður en hún framdi verknaðinn.

Auglýsing

Jane sem er áttræð í dag hefur sagt um þetta: „Hún sannfærði fólkið á stofnuninni að hún væri orðin góð og það leyfði henni að koma heim með hjúkrunarkonu. Bróðir minn og ég höfðum verið uppi á lofti að spila. Amma kallaði á okkur að koma niður og ég vildi ekki koma niður. Ég sagði við Peter: „Þú ferð, ég leyfi þér að vinna ef þú ferð niður. Ég fer ekki.“ Ég sá hana aldrei aftur.“

Móðir hennar hafði smyglað rakhníf út úr húsinu og tók sitt eigið líf.

Auglýsing

Jane segir að þessi harmleikur hafi haft mikil áhrif á líf sitt í nýrri heimildarmynd, Jane Fonda In Five Acts.

Jane sagði einnig að móðir hennar og faðir, Henry Fonda, voru mjög óhamingjusamlega gift: „Móðir mín var mjög flókin kona. Mjög, mjög falleg kona. En hún virtist alltaf vera veik. Við sátum kannski í stofunni og ég héld í hönd hennar og hún skalf. Ég vildi ekki að henni liði illa þannig ég lét mína titra líka.“

Einnig segir hún: „Ég held að pabbi hafi ekki verið einstaklingur sem hún átti að giftast. Hann var ekki góður við hana. Hann fór til Broadway að leika Mr Roberts svo við fluttum til Connecticut. Þar fór andlega heilsa hennar hnignandi. Ég vissi það ekki á þessum tíma, en systir sviðstjórans sem var sjö árum eldri en ég…pabbi minn varð ástfanginn af henni. Þetta var erfiður tími fyrir mömmu. Ég man eftir að hafa setið við kvöldverðarborðið og tár láku niður kinnarnar á mömmu. Amma og bróðir minn voru þarna. Svo man ég eftir að eitt kvöldið var hún flutt á spítala.“

Dauði móður hennar skapaði mikið bil milli Jane og föður hennar og þróaði hún með sér lystarstol og lotugræðgi mjög ung, þrátt fyrir að hún hafi verið þekkt líkamsræktarstjarna.

Kennir Jane honum um ýmislegt: „Efti að mamma dó sagði pabbi okkur frá því og fór svo aftur til New York að leika í leikritinu. Það var pabbi. Mömmum er oft kennt um ýmislegt, en ég kenni pabba um þetta. Hann skammaðist sín fyrir mig. Honum fannst ég feit. Hann vildi ekki hafa mig nálægt sér því ég olli honum skömm. Hann sagði fólki það. Það sem hann sagði um líkamann minn sneri lífi mínu á hvolf. Og flestar konur sem hann var giftur þjáðust af átröskunum, þar með talið móðir mín.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!