KVENNABLAÐIÐ

Meghan og Harry eiga von á barni næsta vor!

Gleðifréttir! Hertogaynjan af Sussex er ófrísk og mun eignast erfingja næsta vor, samkvæmt tilkynningu frá Kensingtonhöll. Meghan (37) og Harry (34) eru nú í Ástralíu og munu ferðast um landið ásamt Nýja-Sjálandi næstu 16 daga. Kensingtonhöll segir að parið, sem gekk í það heilaga fyrir fimm mánuðum síðan, séu „afar glöð að deila þessum gleðifréttum með almenningi.“

Auglýsing

Barnið þeirra mun verða það sjöunda í röðinni til krúnunnar. Drottningin og aðrir hallarmeðlimir fengu fréttirnar síðastliðinn föstudag þegar fjölskyldan kom saman í Windsor til að fagna brúðkaupi Eugenie prinsessu.

Meghan er búin að fara í 12 vikna sónar og í brúðkaupinu var hún í síðri, dökkblárri kápu sem (að sjálfsögðu) vakti upp spurningar um hvort hún væri með barni. Reyndist það rétt í þetta skiptið!

Auglýsing

Er um hefð að ræða- fyrsta opinbera konunglega heimsóknin Díönu prinsessu og Charles var einmitt til Ástralíu og Nýja-Sjálands.

Nú er kátt í höllinni og rignir yfir þau hamingjuóskum! Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju líka!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!