KVENNABLAÐIÐ

Ariana Grande og Pete Davidson hætt saman og hafa slitið trúlofuninni

Ariana Grande og Pete Davidson hafa slitið samvistum eftir skelfilega erfiða tíma að undanförnu. Þau héldu hvort sína leið nú um helgina, samkvæmt TMZ. Þau hafa sagt vinum sínum frá því að þetta hafi „ekki verið rétti tíminn til að hefja samband“ en þeim þykir enn mjög vænt um hvort annað.

Auglýsing

Söngkonan og SNL grínistinn fóru að hittast í maí eftir að Ariana hætti með Mac Miller. Pete bað hennar og þau trúlofuðu sig nokkrum vikum seinna. Þau staðfestu fregnirnar þann 16 júní síðastliðinn með myndum á Instagram af hringnum: „Þú veist hvað þig dreymdi um að myndi vera? Þetta er betra en það.“

Hann flutti svo inn með henni stuttu seinna í New York.

Fyrir fimm dögum faldi Pete húðflúrið sem hann fékk sér til heiðurs Ariönu – kanínueyru á hálsinum og þótti það bera vitni um að ekki væri allt með felldu í sambandinu.

trurr

Auglýsing

Mac Miller, fyrrverandi hennar Ariönu, lést eftir of stóran skammt og var hún gersamlega í rusli vegna þess og tjáði sig oft um það á samfélagsmiðlum.

Pete sagðist ekki trúa því hversu heppinn hann væri og hann vildi helst gera hana ólétta til að hún hætti ekki með honum: „Ég trúlofaðist og enginn trúði því. Ég trúi því ekki. Ég skil þetta, hún er helsta poppstjarnan í heiminum og ég er gaurinn frá SNL. […] Í gær skipti ég út getnaðarvarnarpillunni hennar með Tic Tac. Ég trúi á okkur og allt það en ég vil vera viss um að hún geti ekki farið neitt.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!